Skírnir - 01.01.1885, Page 14
16
ALMENX TÍÐINDI.
finna eitthvert snjallara ráð enn almennan kosning:arrjett til að
bæta hag verkmannastjettarinnar, og mönnum mundi og lærast
hjer, að festa upp auðkýfingana á logstjaka strætanna. Síðar,
er frjettist um aftöku morðingjans Stellmachers (sjá Austurríkis-
þátt), birti »Die Freiheit« boðunarávarp frá »Alþjóðafjelagi
verkmanna«, eða deild þess i Newyork, þar sem þessum manni
er vísað til heiðurssætis í röð »píslarvottanna, forvigismanna
hins þjáða mannkyns« Passanantes, Hödels og Nobilings*). og
i niðurlaginu var skorað á alla verknaðarmenn í heimi að feta
í hans fótspor. f>ar segir, að þeir hafi allan auð skapað, þeir
eigi því allan auð undir sig að hrifa, þeim sje sjálfrátt að af-
má drottna sina og blóðsugur, þeir eigi á þeim hendur að hafa
— þeir verði að eggja og æsa hverir aðra, og flokka sig til
stórræða, því hafi þeir áræði og kjark til hlítar, geti þeir lagt
veröldina undir sig. 1 fyrra sumar stóð grein í blaðinu, og í
henni þjóðráð handa öreiga mönnum. það var svo látandi:
einkvern tiltekinn dag skyldi hyer og einn verkmaður í öllum
hinUm »siðaða« þjóðaheimi hafa góð áhöld i vösum: rýtinga,
pistólur, sprengikúlur eða eitur, vitja svo kúgaranna og veita
þeim bana, iivar sem þá væri að hitta, í herbergi heima, í
verksmiðjum, í kontórnum, við búðarborðið eða í kirkjunni.
Yrði þetta gert á 100 stöðum í einhverri stórborginni, meðan
aðrir slægju eld í hús á 50 stöðum, og enn aðrir eyðilegðu
frjettaþræði og hljóðbera, þá hlytu kúgararnir að vakna við illan
draum og allt fara i fáti og skelfingu; og eptir því fyrir-
myndardæmi mundi svo breytt i öllum borgum. Ekkert yrði
fátækum mönnum hentara, enn að gjalda húsbændum sínum
húsaleiguna úr pistólunum **).
það sem hjer að framan er greint um byltingamenn vorra
tima, er nóg til að sýna, hvert þeir stefna og yfir hverju þeli
þeir búa. þegar hjer við bætist, að eggingar og launráð for-
*) Af þeim er öllum sagt í enum fyrri árgöngum þessa rits. P. veitti
Umbertó konungi banalilræði, hinir tveir Vilhjálmi keisara.
**) Að þessu ráði gerði einn veitingamaður í Newyork tveim dögum
síðar. er húsbóndi hans krafðist leigunnar.