Skírnir - 01.01.1885, Síða 15
ALMENN TÍÐINDI.
17
sprakkanna hafa legið til svo margra ódáðaverka og illra til-
ræða á Englandi og á meginlandi vorrar álfu, er ekkert eðli-
legra og sjálfsagðara, enn að stjórnendum ríkjanna þyki mál
komið að leita enn almenns samkomulags um úrræði gegn
slíkum óhæfum. Vjer höfum nefnt í greininni á undan keisara-
fundinn i Skiernevice á Póllandi, og það þvkir til víss vitað, að
kansellerar þeirra hafi komið sjer saman um tilbeining móti
öllum samsærum byltingamanna, og sá sáttmáli er þegar al-
menningi kunnur, sem komst á síðar með Rússlandi og Prúss-
landi hjer að lútandi. Menn ætla, að fleira áþekkt sje með
fieirum ráðið, og að jafnvel Ameríkumenn — sem mest er
undir komið — láti til leiðast, að leggja lagahömlur á byltinga-
seggina í bandaríkjunum og veita fulltingi til, að þeim verði
eríiðara enn fyr um erindin til Evrópu. þetta mátti líka skilja
á seinasta boðunarávarpi Arthurs ibrseta til þingsins, er hann
komst svo að orði: »Jeg get ekki annað sjeð, enn að jáfn-
saknæmt sje, að undirbúa vísvitandi í þessu ríki sltaðvæn verk,
hvort sem þau skulu framin innan vorra endimerkja eða í
öðrum löndum, þeim er við oss frið halda. f>að varðar í
fremsta lagi þjóðsæmd vora, að vjer gerum sem skjótast og
rækilegast ráð vort í þessu máli.« Vera má samt, að þetta
dragist til þess er hinn nvi forseti, Cleveland, tekur við stjórn-
inni, en af honum vænta menn margra lagfæringa og umbóta
þar vestra, sem orð fer af skörungskap hans og valmennsku.
Uin sósíalista.
það voru franskir hagfræðingar (Saint Simon, Baboeuf,
Fourier, Louis Blanc og fl.), sem hófu hinar nýju jafnaðar-
kenningar, eða kenningarnar um jafnaðarskipun á kjörum
manna, efnahag og atvinnukostum, og þeim var svú tekið og
trúað lengi á Frakklandi, sem fagnaðarboðskap nýrra rjettlætis-
alda, eða þeirra fyrirheitistima, sem kristindómurinn hefði vísað
á frá öndverðu. Reyndin skyldi hjer ólygnust, og menn hafa
Skírnir 1885. 2