Skírnir - 01.01.1885, Síða 18
20
ALMENN TÍÐINDl.
leiðingar manna um þetta efni. Vjer veljum hjer fyrst til inn-
tak úr grein, sem stóð í fyr’ra í Berlínarblaðinu »NaMoual
Zeiiung«, en tilefni til hennar var frumvarp Frakka til breytingar
á kosningum til öldungadeildarinnar, og hin nýju kosningarlög
Giadstones á F.nglandi. Hvorttveggja metið sem vottur um
vöxt og þróun lýðveldisins, en um leið um ios i undirstöðu
þegnfjelagsins. Hugsanin er þessi: ríkin og þjóðirnar iiafa
ávallt hlotið að óska, að stjórn og löggjöf væri i höndum hinna
beztu, vitrustu og dugmestu manna, og á vorum timum má
bjer sízt bresta á menntun og vitsmuni, þar sem fjelagslífið er
orðið svo margþáttað, og í fleiri og fleiri horn verður að lita.
Tilgangurinn með kosningunum var og sá, að hinir beztu
menn skyldu kosnir. Kn hjer hefir herfilega út af brugðið, og
verkin hafa sýnt merkin. Störf þinganna hafa í flestum löndum
sýnt, að kosningar hafa ekki heppnazt sem skyldi, og til var
ætiazt. Meðferðinni á stjórnmálum og löggjöf hefir heldur
farið aptur enn fram. Mönnum hefir orðið skakkt til tekið, er
þeir gerðu almeunan kosningarrjett að náttúrlegri kvöð hvers
manns, í stað hins, að hafa kvaðir ríkisins, þegníjelagsins fyrir
augum. Ríkin hafa átt því fleira undir tilviljun, því tleiri
mönnum sem hleypt var að til þingkosninga. Aflið skýldi öllu
ráða, vitið gert fornspurt. Menn höfðu þó sjeð þegar í önd-
verðu, að tryggingar var þörf á móti vanhyggju, eigingirni og
flokkakergju, og í þvi skyni voru binar efri þingdeildir settar.
þar skyldi vit, ráðfesta og reynsla halda í gegn, er flokkar
hinna deildanna gerðust frekari enn góðu gegndi. þar skyldi
vera kjölfesta ríkisins. En ógæfan er, að menn hafa víðast
hvar viljað rýra hana, sumstaðar varpa henni útbyrðis, og þar
þá helzt, er lýðveldiskröfunum veitti bezt áleiðis. — Greinin
benti mönnum á gallana og yfirsjónirnar, en ekki á hitt bein-
línis, sem til umbóta lægi, eða hverjar stíflur skyldu færðar í
gegn lýðveldisstraumnum. Hvorttveggja gerir rit eða ritgjörð
eptir þann mann,sem Adolph Prins heitir, lögfræðingur við há-
skólann i Bryssel. það nefndist »La démocraiie et la regime
parlamentaire (lýðveldi og þingstjórn)«. Vjer höfum sjeð ágrip
af því,- og aðalhugleiðingarnar voru þessar: þegnfjelagið stendur