Skírnir - 01.01.1885, Side 19
ALMENN TÍÐINDI.
21
nú saman af einstaldingum, er allir hafa að eins tölugildi, en
samlagnin^ þeirra ræður sigri eða ósigri, töluaflið ræður öllu,
töluaflið er þegnfjelagið. Á kjörþingunum eru allir jafnir og
jafnsnjallir, áður tölurnar verða lagðar saman, þeir hverfa, sem
verða í minni hluta, þeir verða í það skipti að ógildum króna-
seðli. Löggjafarþingin eru eptirmynd kjörþinganna. Sama
jafnstæði með öllum, allir koma - eða þá flestir — skráðir á
flokkalista, n)' samtalning, aflið ræður sigri, sigur flokkanna
kallast sigur þegnfjelagsins, þjóðarsigur eða öðrum fögrum
nöfnum. Höfundinum þykir þetta allt votta sundurleysing
þegnfjelagsins eða þeirra eðlisbanda, sem hjeldu því saman á
fyrri tímum. þau voru náttúrlegur samdráttur þegnanna innan
sveita, hreppa og bæja, i »gildi«, iðnaðarþelög eða önnur
bandafjelög, sem tóku að sjer sameiginlegar þarfir og borgara-
lega hagi. Bygða og bæjabúar, stjettir og fjelög kusu sjer
nefndir og forstjóra, og lýðveldi var þetta allt í eðli sínu, en
kosningarnar litu þá að eins eptir hæfilegleikum, og i nefndun-
um eða ráðunum var töluvaldið optast takmarkað; t. d. kraf-
izt til framgöngu málanna */# eða 3/4 atkvæða. Af þessum
rótum eru fulltrúaþingin eða löggjafarþingin sprottin, af alls-
konar nefndum stjettanna og bandalögum þegnanna. Efri
deildir þinganna bera enn menjar hins náttúrlega samruna.
Fulltrúadeildirnar eru nú það sama, sem kjörlýðurinn var,
einskonar jafnaðarmauk allra stjetta, en hjer við bætist, að það
er einber ímyndun, ef fulltrúinn þykist kominn á þing í um-
boði allra kjörheyjenda í hans þinghá, eða gegna allra þeirra
þörfum og kröfum, eða ef hann segist ’standa þar í stað
»fólksins« eða »þjóðarinnar«. Nei, hanti stendur þar i stað
atkvæðaliðs sins, töluliðsins sigursæla á kjörþinginu. Höfund-
Urinn minnir og á, að þarfir þegnfjeiagsins sje nú margbreyttari
enn áður, og til að gegna þeim, hvað iöggjöfina snertir, þá
þurfi nú til þings að hafa margháttaða menntun og reynslu.
þar yrðu að koma lögfræðingar, hagfræðingar, landbúnaðar-
uienn, hermenn, visindamenn og skynberandi dugnaðarskör-
ungar í sem flestum greinum. Eptir þessu fara ekki kosningar-
tóg eða kosningar vorra tima. Kjörgengið er að visu miðað