Skírnir - 01.01.1885, Síða 20
22
ALMENN TÍÐINDI.
við einhverja kosti, og fyrir þeim er ráð gert, þó sem fæzt
sje til tekið — en Alitin og flokkafylgið ganga fyrir öllu, þegar
til kosninganna kemur. það er tilviljun, ef þeirra kosta nýtur
við á þingum, sem löggjöfinni ríður mest á, en hinir vísari,
sem flokkarnir krefjast í fremsta lagi: hlýðnin og undirgefnin
gagnvart flokkaboðunum. Höf. minnist á lýðveldið hjá Grikkj-
um og Rómverjum, og hvernig hvorutveggju höfðu vaðið fyrir
neðan sig. Fólkið i Aþenuborg rjeð löggjöfinni, þ. e. að skilja :
sá hluti þess að jafnaði — hinir ríku og málsmetandi menn —
sem höfðu tíma til að gefa sig við henni. En Aþenubúar höfðu
Hka öldungaráð, sem stýrði fjármálunum og »Areópagus«, æzta
dóm og ráðanefnd, sem átti heimilt að neikvæða ályktun lýðs-
ins eða lýðsþinganna. Svo hagaði víðar til á Grikklandi unz
þeim skorðum var kippt á burt og lýðurinn hlaut drottinvaldið.
Eptir það færðist allt á ríngulreið, alveldisskörungarnir skökkuðu
leikinn og lýðprinn sjálfur kallaði þá frelsara sína og bjarg-
vætti. Hjá Rómverjum voru skorðurnar enn ríkari frá önd-
verðu. er þjóðvaldið var i höndum stórmennisins, og þær hjeldu
enn langan tíma eptir það að völdin deildust meðal stórmenn-
isins og lýðsins, en þar kom. að lýðfrekjan leiddi til sömu af-
drifa og hjá Grikkjum. Höf. tekur svo þar til, er England á
hlut að máli, og rekur söguferil lýðfrelsisins frá öndverðu til
vorra tíma, og auðvitað, að honum þykir, sem útfærsla kosn-
ingarjettarins, sem hún hefir aukizt á þessari öld, hijóti
að koma eins þegnfje'aginu á kaldan klaka og raun hefir
áður orðið á hjá öðruuu þjóðum. Töluvaldið kemst hjer smám-
saman í hásætið, eins og á meginlandi Evrópu, hin eðlilegu
tengsli losna og slitna og þegnlífið á meira og meira undir
tilviljun og kylfukasti. Hann er langorður um Frakkland og hjeðan
hefir hann ljósust dæmi um annmarkana. Lýðveldi Frakka stendur
á kenningum Rousseaus, og hinn almenni kosningarjettur er
arfleifð byltingarinnar miklu. Höfuðatrið er rjettindi hvers ein-
staks manns, atkvæða og tillagarjettur einstaklingsins er helgur
rjettur, i þeim rjetti er drottinvald allra — múgsins. lýðsins —
fólgið. Heimspeki Rousseaus gerir einstaklinginn helgan,
samtöluna, múginn að tignuðu goði, goðið vill fá fórnir og fær