Skírnir - 01.01.1885, Page 21
ALMENN TÍÐINDI.
23
þær á höggstöðunum — en hvað verður þá af mannhelginni ?
Alveldi Iýðsins reyndist einveldinu verra. Svo kemur Napóleon
fyrsti og tekur í taumana. Höfundurinn minnist á, hvernig
allt endurtók sig 1848. Lýðurinn fær almennan atkvæðarjett
af Lamartine. Hans er neytt til at bola Cavagnac frá forstöðu
rikisins, og setja Napóleon þriðja á veldisstól. Hvað eptir
annað helga 5—7 millíónir atkvæða honum og niðjum hans
völd á Frakklandi, í siðasta skipti 1870, rjett áður enn hann
sagði þjóðverjum ófrið á hendur. F.n eptir tíðindin hjá Sedan
þýtur annað i björgum; lýðurinn skýfir sem skjótast goð sitt
af stalla. Slíkt víti rnega Frakkar hafa sjer til varúðar, en
þjóðveldið nýja stendur á hinum sama grundvelli, og því vill
óróanum og umbrotafýsinni ekki linna á Frakklandi. þessa
megi ávallt vænta, segir höfundurinn, hvort sem harðstjörn eða
alveldi sje i eins manns höndum (á Rússlandi) eða lýðsins
þræiar eru þeir báðir, sem hvoru um sig eru háðir, að eins
með þeim mun, að annar þeirra getur sálgað sinum harðstjóra,
hinn ekki. Höfundurinn færir dæmi 01, hvernig almennur at-
kvæðarjettur eða töluvaldið er sjálfu sjer ósamkvæmt og getur
komizt á niðurstöðu, gagnstæða þvi er til er ætlazt. »Vjer
hugsum oss,« segir hann, »landi deilt í 100 kjörþingi, 1000
kjósenda í hverju þeirra. A og B, tveir flokkar, halda þing-
mannsefnum fram. A ber hærra hlut í 51 kjörþingi, B í 49.
Við höfum þingaflann meiri, segja þeir i A-flokki, og við neyt-
urn hans í fófksins nafni. F.n hvernig fór um töluna, hvoru
megin var töluafl fólksins? Gáum að! I 51 kjörþingi fjekk
A i hverju 2500 atkvæði, B 1500. 1 hinum 49 hlaut B i
hverju 3500, A ekki nema 500 atkvæði. Niðurstaðan er: A
sigrast á B með 152,000 á móti 248 000.« Honum þykir sem
má, að kosningalögin hafi ekki búið allsvel um hnútana, og að
töluvaldsreglan bregðist illa, er svo ber undir. og svo fari þó
opt og tíðum. þegar höf. hefir rakið skýrslu sína og dæmi,
bendir hann á úrræði þingbundinni stjórn til lagfæringar og
bóta. Hann vitnar til rithöfunda, t. d. Stuarts Milis, Bluntschlí,
Pantaleoni (i öldungadeild Itala), og fl., sem hafa fundið að
kosningaháttum, lýðveldisskipun og múgsvaldi vorrar aldar, og