Skírnir - 01.01.1885, Side 22
24
ALMENN TÍÐINDI.
sutuir visað á nýja skipun og fyrirkomulag. Hann segir, að
menu verði að hyggja af átrúnaði sínum á jafnrjettis og jafn-
ræðiskenningarnar, mönnum verði að vera ljóst, að allir eru
ekki jafnsnjallir eða jafnbornir tii pólitiskra rjettinda, eða póli-
tiskra umboða, og þegnfjelagið standi ekki saman af slikum
jafningjum. Nei, það hafi liðazt saman af margbreyttum minni
heildum, og það sje staðan, hlutverkið, gildið í þeirri og þeirri
heild, sem tengi hvern einstakan mann við þegnfjelagið, og
það sje þetta sem sýni, hvað hann er á borð við aðra menn.
Höfundurinn segist ekki vilja steypa þegnfjelagið upp í móti
miðaldanna, en þar sje þó nokkuð til fyrirmyndar, og sumt
sem hafi haldizt tii vorra tíma og að haldi komið, og hjer vísar
hann á skipun efri deildanna i ymsum löndum (t. d. í Austurfiki,
i’ortúgal, á Spáni og Italiu). Pantaleoni hefir sagt, að hann
vissi það helzt til hjálpræðis lýðveldi vorra tima að selja öld-
ungaráðum aðalráð löggjafarinnar í hendur, en þar skyldu eiga
sæti fulltrúar eða timboðsmenn fyrir meginkrapta þegnfjelagsins,
landyrkju, iðnað, verzlun, vísindi, og svo frv. Grundvallar-
hugsun höf. er hjerumbil hin sama. Löndin eiga að skipa
kosningaliði sínu í nýjar fylkingar, og i hverri eiga þeir að
standa, í sveitum og bæjum, sem helzt eru sjer um mál eptir
stöðu, hlutverki, högum og þörfum. Með öðrum orðum: kjör-
deildirnar eiga að vera í líkingu hinna minni heilda, sem fyr
eru nefndar, og eru liðir og limir þegnfjelagsins. Hann miðar
við sitt land (Belgiu) sjerilagi, þar sem hann myndar til og
segir: ] einu kjördæmi deilast menn eptir iðnaði og land-
yrkju. Hjer skal skipt í tvær kjördeildir. 1 annari kjósa þeir
sjer þirigmann sem fasteignum ráða, í hinni verkmenn og iðn-
aðarmenn. I borgum — meðalborgunum — skal skipt í þrjár
kjördeildir. I einni kjósa þeir, sem að visindum og uppfraéð-
ingu starfa, i annari þeir, sem mestum auði stýra og mestum
sköttum svara, og í enni þriðju hinir allir, sem eigi eru, til
hinna tveggja skráðir. Að sumar borgardeildirnar eigi að
kjósa fleiri enn einn þingmann, má af því ráða, að hann
skiptir Bryssel, höfuðborginni, i 9 deildir, og skulu þær kjósa
16, en af þeim verknaðarmenn fjóra þingmenn.