Skírnir - 01.01.1885, Síða 23
ALMENN TÍDINÐI.
25
Vjer vonum, að lesendur þessa rits sjái, að höfundarnir í
raun og veru eiga ekki við þingstjóm og almennan kosninga-
rjett, sem hvorttyeggja er eptir eðli og tilgangi, en við fyrir-
komulagið á vorri öld, og hvernig það getur orðið þegnfjelaginu
og ríkjunum til falls eða óhamingju.
Alþjóðlegar sýningar og fundir.
Sýningar hafa orðið ekki fáar umliðið ár, en fæstar þeirra
í tölu hinna stórkostlegu. Vjer skulum að eins nefna af þeim
fáeinar. Arsins hin fyrsta var sýning listaverka og iðn-
aðarmuna í Nizzu. Meðal nýnæma hennar var talað um
holhnött af kopar og stáli til að kafa niður i hafdýpi eða
vatnsdjúp og kanna hafsbojtna (og svo frv.). Botninn af gleri
að horfa niður í gegnum, en rafljóssól hið efra til lýsingar.
Meira þótti mönnum koma til samkynja sýningar í Lun-
dúnum (i »Kristalshöllinni«). Hjer voru líka sýnismunir frá
nálega öllum Evrópulöndum og þar að auki frá Norðurameriku,
Indlandi, Sinlandi og Japan. — Minna kvað ekki að sýningu
(Heath Exhibitiori) i Kensington — þar sem fiskisýningin var
haldin í fyrra —, sem var samkynja Berlinarsýningunni, heii-
næmissýningunni, sem minnzt er á i »Skírni« 1884 19.—20.
bls. Hjer voru, til dæmis að taka af svo ótal mörgu, fyrir-
myndir hibýla eða ibúðarhúsa handa fátæku eða efna-
litlu fólki, þar sem sýnt var, hvernig afhólfa mætti 10 álna
langa og sex álna breiða stofu með skotþiljum eða hleypi-
þiljum til svefnherbergja um nætur, hvernig ymsum geymslu-
hólfum mætti fyrir koma i hliðaveggjunum, og öðrum klefum
við gaflana — utan við og innan — og hverning sjá mætti
fyrir heilnæmu lopti, og svo frv. I einum skálanum voru bún-
ingar sýndir frá allskonar þjóðum, frá fornum tímum og nýj-
um (t. d. á Englandi frá dögum Vilhjálms bastarðs og til vorra
tíma), búningar allra stjetta (hermantia og svo frv.), og sýnis-
horn þeirra breytinga á kvenbúnaði — einkum hvað niðurhlut-