Skírnir - 01.01.1885, Qupperneq 24
26
ALMENN TÍÐINDI.
ann snertir — sem sumir fara fram á. Hjer er nokkuð tekið
eptir háttum Asíukvenna, og í stað skósíðra fala tekin upp
stuttpilsi og brækur. Kensingtonsýningin var því merkilegri og
fróðlegri, er hjer mátti eigi að eins sjá framfara og fullkomn-
unar snið vorra tima í öllum greinum, eða sýnishorn af því, er
síðast hefir verið til fyrirmyndar fundið, en hjer voru eptir-
myndir, sem sýndu feril framfaranna öld af öld, i aðferð við
smíðar, iðnað (t. d. vefnað, tóvinnu), í klæðaburði, híbýlahátt-
um, húsagerð (t. d. búða, veitingahúsa og svo frv.), og í fyllsta
máta í matartilbúningi, brauðgerð og öllu er heyrir til næringar
og bergingar.
Af alþjóðlegum fundum minnumst vjer að eins á lækna-
fundinn í Kaupmannahöfn. það er um læknafundi að segja,
sem aðra fræðimanna eða listamanna fundi, að hjer er rninna
beinlínis framið í vísinda og lista þarfir, enn óbeinlínis, það er
að skilja: það er kynningin og viðræðurnar, sem hafa Iífgandi
og hvetjandi áhrif á þá, sem fundinn sækja, en auðvitað að
margir hafa fróðleiksnot af að hlýða ræðum eða fyrirlestrum
höfuðskörunganna, greinargerð þeirra fyrir uppgötvunum sinum
og reynslu, heyra hvernig þeir útlista munnlega og kenna, og
sjá verklega aðferð þeirra, þó eigi varði nema einstakt tilfelli.
Um fundinn sjálfan verðum vjer að vera stuttorðir, því það
yrði of langt mál í þessu riti, ef frá því ætti til nokkurrar
hlítar að segja, er fram fór. Af helztu skörungum, sem hann
sóttu, skal þessa menn nefna: Pasteur frá París, heimsfrægan
efnafræðing, sem hefir uppgötvað agnarkvikindi, sem k.veikja
sumar pestir og mein í dýrum og mönnum (t. d. miltisbólgu í
fjenaði og svínum, æði i hundum, auk li.), haft þau síðan til
bólusetningar dýr af dýri, og deyft svo kveikjumagnið, að sein-
ast mátti setja til pestvarnar, álíka og móti bólu er gert*) þá
Virchow, hinn mikla líffærafræðing þjóðverja. Rit hans og rit-
gjörðir hafa varpað geislum og birtu á mart, er áður var hulið
*) Fyrirlestur Pasteurs um tilraunir, próf hans (sjerílagi hin síðustu eða bólu-
setning við æði hunda) og uppgötvanir. þótti vera einn hinn snjallasti,
sem haldinn var á læknamótinu.