Skírnir - 01.01.1885, Qupperneq 25
ALMENN TÍÐINDl.
27
eða í þoku, t. d. um kompukerfi líkamans, um yms mein og
ígerðir, og svo frv., en hann er ekki að eins forustumaður í
fræðimannaflokki, en stendur í forvígi frelsis og framfara á
ríkisþinginu i Berlín, og þar meðal fremstu skörunga. Ræða hans
eða fyrirlestur var um nýmyndan eða ummyndan í likama
mannsins. Enn nefnum vjer Esmarch, prof. frá Kiel, nafntog-
aðan handlækni, Tornasi Crudeli frá Ítalíu, sem hjelt fyrirlestur
um kölduveiki (malaria) á Italíu, Verneuil, orðlagðan sára-
lækni frá Frakklandi, W. Mac Cormac, einn af frægstu sára-
læknum Englendinga, Donders frá Hollandi, talinn bezta augna-
lækni af þeim, sem nú eru uppi, auk margra fleiri i sömu röð
eða næstu við þá, sem nú eru nafngreindir. Fundinn sóttu
hátt á llta hundrað gesta frá útlöndum, og með hinum inn-
lendu læknum munu fundarmenn hafa verið eitthvað um 1400.
Hafnarmótið varð hið fjölsóttasta frá útlöndum, af þeim átta,
sem haldin hafa verið. Gestirnir voru næstum allir frá Evrópu
og Ameríku, en meðal þeirra tveir frá Tyrklandi og tveir frá
Japan. Upphafsmótið eða helgihátíð fundarins var 10. ágúst,
og fór fram i sýninga- cg samkunduhöll iðnaðarfjelagsins i
Kmh. þar var konungur viðstaddur og drottning hans og
mart konungmenna. Panum var forseti fundarins og flutti hjer
all-langa kveðjuræðu á frönsku til gestanna, og talaði meðai
annars urn alþjóðlegt eðli vísindanna og þá eigi miður slikra
funda. Aðra ræðu hjelt C. Lange, dósent og höfuðskriíari
fundarins, þar sem hann og gerði grein fyrirfyrirhugun forstöðu-
nefndarinnar dönsku hvað viðtökurnar snerti, og minntist á,
hverja ábyrgð danskir læknar og háskólinn danski hefði undir
gengið, er þeir þágu þann heiður, sem lækafundurinn í Lun-
dúnum hefði hugað höfuðborg landsins. Hann kvazt vona, að
hinir frægu menn frá útlöndum gætu sjeð vott um, hvert kapp
hin litla þjóð legði á að verða ekki eptirbátur annara þjóða í
vísindalegum framförum og öðrum andlegum afrekum. I ann-
ari ræðu sagði Panum eða rakti sögu læknafundanna, ’sem
hófust í París 1867, árið sem þar var alþjóðasýning haldin.
') Hann hefir barizt í frelsisliði Garibaldi, er nú á ríkisþingi ítala.