Skírnir - 01.01.1885, Side 27
aLMENN tiðindi.
29
hafi að eins 1 3 þeirra haldið kyrru fyrir. Annars varð enn svi
raun á, að kóleru bítur því ver í borgum vorrar álfu, sem hún
ber þar optar niður. Massilía hefir fólkstölu hátt á 4ða
hundrað þúsunda, en þar dóu þó ekki fleiri enn rúm 400 á viku,
þegar hæzt stóð í stönginni, og er það lítið á við manndauð-
ann hin fyrstu skipti er hún geysaði þar og í öðrum borgum,
t d. í Kaupmannahöfn 1853, þar seni tala dauðra manna á
sólarhringnum komst upp í 350 — af rúmum 150,000 íbúa. 1
júlí ljetust alls í Massilíu 1311 af pestinni. I lok mánaðarins
fór hún að rjena bæði hjer og annarstaðar. Hún drap sjer
niður á tveim eða þrem stöðum á Norðurfrakklandi, en hjer
var svo vel á móti tekið — einn þeirra var höfuðborgin sjálf
—, að henni sló skjótlega niður aptur. Meira manntjón gerði
hún á Italíu, eða þó helzt í Napólí. Borgarlýðurinn hefir ekki
sem bezt orð á sjer, hvað hreinlæti snertir, og hjer eru mörg
stræti þröng og myrk, þar sem óþverraskapurinn keyrir fram
úr hófi. Hitt er og kunnugt, að almúgafólkinu þar syðra
.verður fyr fyrir, ef það kennir meiná, að hlaupa til Marjulíkn-
eskja eða annara dýrðlinga og biðja sjer ásjár enn leita lækna
og lyfja. A ymsum stöðum gerðist fólkið svo óstýrilátt, að
vörzlulið varð að ráðast til og halda því í skefjum. Sumstaðar
kallaði skrillinn, að læknarnir breiddu út pestina, hefðu hana
með sjer, er þeir vitjuðu sjúkra manna, og sumstaðar var því
trúað að þeir fengju borgun fyrir hvern fátækan eða umkomu-
lausan mann, sem af henni dræpist. þetta gerði, að læknar
höfðu stundum líf sitt i tvefaldri hættu. Viða var óttinn svo
mikill og ærslin sem honum fylgdu, að fólkið þusti að járn-
brautum og járnbrautastöðvum og kvaddi ferða- og aðkomu-
menn með skotum eða atsúgi. Hinu sama var beitt við skip
er að landi lögðu eða inn á hafnir. I Napóli eru 450 þús.
íbúa, og hjer sýktust lengi 5—8 hundr. manna (og þar yfir) á
degi hverjum, en dauðinn optast helmingnum vís eða 2/a. Hjer
baf líka mest á óstefleik og óráði fólksins. A strætum sáust
opt konur i flokkum, sem skundaðu til kirknanna og æptu til
Guðs móður um líkn og fulltingi. Sumum varð það til að
yrirfara sjer í stað, er þeir kenndu pestarkveisunnar. Pestin