Skírnir - 01.01.1885, Síða 28
30
ALMENN TIÐINDI.
íór að Iinast í miðjum september, en sá mannfellir sem hún
olli, má verða og verður Itölum tii áminninga, að sjá betur
fyrir um hreinlæti, híbýlaþrifnað og stræta, og góða vatns-
neyzlu, enn að undanförnu hefir átt sjer stað i Napóli og fleiri
bæjum á Suðurítalíu og Sikiley. — A Spáni norðarverðum
gekk kólera all-lengi, en náði engri stórborginm, og varð þvi
manndauði hjer til engra muna.
Niittúruviðburðir.
I Ameriku hafa stórtjón hlotizt af vatnagangi eða hlaupum
í stórfljótunum. Snemma í febrúar hlupu þeir vextir i Ohíó,
að smábæjum og þorpum skolaði burt, en fjöldi manna biðu
liftjón. 1 lok marzmánaðar urðu og miklir skaðar af hlaupi i
Missisippi. Seinast i september og í byrjun októbermánaðar
urðu fármiklar'eyðileggingar í Buenos Ayres (í Suðurameríku),
og hjer drukknaði fjöldi manna. 111 daga var allt svo undir
flóði, að allar samgöngur tepptust. Um spell og manntjón af
af stormum eða hvirfilbyljum skal getið frá tveim stöðum.
suðurlöndum bandarikjanna (í Norðurameríku) höfðu 600 manna
bana i hvirfilbyl í lok febrúarmánaðar, en þeir skaðar og eigna-
missir, sem var metið á 8 milliónir dollara. I Kataníu á
Sikiley og hjeraðinu umhverfis þá borg hrundu í óðastormi 8.
október fjöldi húsa, og urðu margir menn undir, sem fengu
bana eða urðu lemstraðir. Ein hraðfregnin sagði tölu hinna
fyrri hafa verið 27 hinna siðari 850, en annan skaða metinn á
5 millíónir líra, Voðalegastir urðu viðburðirnir á Spáni, eða
landskjálftarnir sem byrjuðu um jólin og hafa háldizt með
köflum til þessa (i lok febr. þ. á.). þ>eir hafa valdið mestu
tjóni og eyðileggingum i Granada og Malaga. Svo er þegar
greint í skýrslum frá enu fyrnefnda fylki, að hjer hafi 690
manna fengið bana, 1173 örkuml eða lemstra, en 3342 hús
hafi hrunið niður, en laskazt 2138.