Skírnir - 01.01.1885, Qupperneq 30
32
ALMEIs’N TÍÐINDI.
er, að hjer er ekki annað eptir enn gólf og veggir eða veggja-
leifar, en Schliemann segir, að hjer móti svo skýrt fyrir allri
skipun húsa, veggja og múra, og svo frv., að hann hafi hvergi
fundið hana heildarlegri. Höfuðsalur hallarinnar er á lengd 36
íóta og á breidd 30, en 4 súlur i miðju hafa borið loptið.
Uppdrættir hafa verið á veggjunum með ymsum litum, og af
þeim leifar á sumum stöðum, t. d. af sædýramyndum, og á
einum stað graðungur með dansandi mann á bakinu. Við
garðsvæðið baðhús með steingólfi. f>að var ferhyrnd hella, en
i gegnum hana fjögur göt, þar sem vatnið rann niður um.
þar fánn hann líka baðker úr brenndum leiri, þeim lík, sem
hann hefir fundið í Mýkenu.
A Egiptalandi hafa tveir menn gengizt sjerilagi fyrir eptir-
grepti og rannsólcnum, Masperó prófessor, forstöðumaður forn-
leifafjelagsins í Boulacq, og annar maður sem Flinders Petrie'
heitir. þeir leita sem kappsamlegast i kirkjugörðum eða
greptrunarstöðum fyrri alda, eða i musterisrústum og öðrum
garðstæðum fornborga. I Tanis Zóan, borg er svo heitir, er
var lögð i eyði á dögum Dióklezíans, er mikið að unnið, enda
eru þar margir og stórir kirkjugarðar. Hjer hafa þeir menn,
sem fyr eru nefndir, þegar fundið ótal fornntenjar, meðal þeirra
margar pappírskrár Egipta, fæstar þó læsilegar. þar hefir lika.
fundizt musteri og geysistór steinlikneskja af Ramses öðrum
(1330 ár f. Kr. fæðing).
A borgarstæði hinnar gömlu Kartagóborgar hafa Frakkar
bjTjað eptirleitir og grepti, og fundið þegar merkilegar ménjar,
mvndir, töflur og peninga með púnisku letri. Einnig mart af
rómverskum uppruna. Menn búast hjer við mörgu markverðu.
Að endingu má þess geta, að menn finna á hverju ári í
flestum löndum álfu vorrar leifar frá steinöld og eiröld eða
mótum þeirra tíma, og söfnin i Kaupmannahöfn sýna, hver
kynstur Danir hafa haft upp úr jörðu af þeim menjum. Alíka
og menn hafa fundið i vötnum á Svisslandi bústaði fornalda-
fólks á stólpum reista, hafa menn á seinni árum fundið á
f
Skotlandi og Irlandi húsa og bæjaleifar i kviksindismýrum. Pin
víða þar sem nú eru mýrar, hafa áður verið vötn eða tjarnir.