Skírnir - 01.01.1885, Side 31
ALMENN TÍÐINDI.
33
í fyrra sumar grófu menn til fornleifa i afarstórum mýraflóa
við Airricoulland á Skotlandi. Á landsuppdrætti frá 1672 er
hjer vatn sýnt, 60 enskar ekrur að flatarmáli. Hjer fundu
menn kotstæði frá forntímum, svo auðsjáanlega undir komið, að
frumbyggðafólkið hefir dregið að isi út á vötnin eikarstofna og
viðjur, hlaðið af þeim kesti sem til hringveggja eða borgar
utan um bæjarstæðið, og haft svo til þess sjálfs, eða til að
fylla upp rúmið innanhrings, það sem hægast mátti fá, mold,
sand og grjót. þesskonar bæjarstofn var það, sem menn fundu
í mýrarkviksindinu. Menn ætla, að vatnið hafi verið 7 fóta
djúpt, er honum var niður sökkt. þvermál hringsins var 27
álnir. f>ar fundust, auk beina, horn hjarta og geita, hamrar
(af steini) og kvarnir, heilar hrúgur af tinnum og tinnuflísum,
örvar úr tinnu, og margskonar tölur eða aðrir hlutir af ymsum
steintegundum, sem menn ætla hafða til skarts og skrauts. I
þeim mýrastöðvum finna menn lika opt báta eða ferjur frum-
byggðar eða fornbyggðarmanna, og eru þeir ekki annað enn
stofnbútar eika, sem þeir hafa holað innan. Fimm kænur af
því tagi fundust á Suðurskotlandi, er menn höfðu fyrir nokkr-
um árum þurrkað flóa, sem Dorvalton Loch er nefndur. En
hjer hafði heilt þorp staðið, og þeir hlutir, sem hjer fundust,
(ullarföt, leðurskór, ker af kopar og fl.) vísuðu til þeirra tima,
r
er menn kalla Romverjaöld á Bretlandi. — I Kárnthen (í
Austurriki) fannst stór kirkjugarður (í ágúst) með 300 strýtu-
leiðum, undir jarðlög nú kominn, og þar fjöldi keltneslcra forn-
Ieifa, ker af leiri og kopar með líkösku, öxar og spjót af
kopar og ymsir hlutir til skrauts, og mart af blýi, t. d. líkn-
eskjur manna og dýra. Samkynja greptrunarstaði hafa menn
fundið i Steiermark, og eru þeir þá frá þeim tímum, er Keltar
hafa byggt þessi lönd og fyigt brennualdarsiðum.
Skírnir 1885.
3