Skírnir - 01.01.1885, Síða 32
34
Englan d
Efniságrip: Málahorf á Egiptalandi; vandi ensku stjórnarinnar
og vöflur; ráða niðurstaða; Gordon teltur við erindura hennar Og fer til
Súdanslanda; viðtakan i Khartum og tilskipanir Gordons. — Tíðindi frá
bæjum við Rauðahaf. — J>rautasaga Gordons til æfiloka; liðsending Eng-
lendinga og viðureign við Súdansmenn; ráðabreytni og fl. — Horfið til
annara ríkja, sjerílagi til Frakka. — fungsaga, og fl. — Frá írum; tilræði
Fenía og tundursprengingar. — Frá Suðurafríku. — Maóríalconungur kemur
til Lundúna. — Frá Indlandi. — Afhjúpaður minnisvarði (Beaconsfields jarls).
— Bradlaugh. — Háskólahátíð (í Edinaborg). — Af fátæku fólki og
verltmönnum; burtfarir af landi. — Mannalát. — Agrip af æfi Gordons.
Sem á hefir verið bent að framan, hefir Englendingum
ekki tekizt að leysa sig af þeirri ábyrgð og vanda, sem þeir
bundust í við atfarirnar á Egiptalandi. Vjer reynum að
draga svo helztu tiðinda atriði saman, að menn sjái, hvað af
höndum er innt og hvað enn er eptir að vinna. Málið vand-
aðist heldur fyrir Englendingum, er hin nýja uppreisn byrjaði
í landeignum Egipta — eða Tyrkjasoldáns — suður á Súdan.
Ötult og einarðlega höfðu þeir að öllu farið norður frá, og
þeir höfðu ekki hikað sjer við að taka fram fyrir hendur Sol-
dáns og gera hann að öllu fornspurðan. Svo bauð hagur
Englands og sæmd. Uppreisnirt niður bæld, Arabí og hans
kumpánar reknir i útlegð, og svo skyldi taka til landstjórnar,
herskipunar, fjárhágsbóta, og svo frv., og koma öllu í skaplegt
skipulag. Fagurt framaverk unnið í þarfir landsins, Soldáns,
Englands og allrar Evrópu — þ. e. að skilja: þegar öllu er
lokið. En svo rís upp nýr Arabí — Mahdíinn eða spámaður-
inn nýi — hinum margfalt verri við að eiga. Hann hefir ekki
minna fyrir stafni enn að taka öll Súdanslönd (hin nyrðri)
undan Egiptajarli eða lánardróttni hans í Miklagarði, og um
leið undan valdi og yfirráðum kristinna þjóða. Enginn efaðist
heldur um, að hjer ætti ekki staðar að nema, en að norður
skyldi leitað og allir hinir kristnu skyldu á burt reknir af
Egiptalandi og öll völd þar þrifin úr höndum Soldáns og hans