Skírnir - 01.01.1885, Qupperneq 33
ENGLAND.
3 5
umboðsmanna. Eptir ófarir Hicks pasja — sjá »Skír»i« 1884,
172 bls. — sáu Englendingar, að hjer var fangs von af frekum
úlfi, og að tvísýnt tók að verða um landeignahald Egipta þar
syðra. »Hvað skal nú til ráða taka?« sagði Gladstone og
hans ráðanautar, »við slíku áttum við ekki búið, og erindi
okkar til Egiptalands var ekki það, að halda löndum undir
Egiptajarl eða Soldán, heldur hitt: að verja rjett og kvaðir
Englands gagnvart Egiptum og öðrum, og tryggja allar leiðir
um Suess-sundið og Rauðahafið til landanna á austurvegum.«
Hjer voru »góðu ráðin dýr,« sem Danir segja, en það þótti
þeim Gladstone þó dýrast, sem satt var, að senda að nýju her
til Egiptalands, frá Englandi og Indlandi, og leggja leiðir yfir
eyðimerkur og öræfi suður (og vestur) á Súdan. »Að þvi mun
þó koma,« sögðu margir, og sú hefir reyndin á orðið. J>að
var hægt að sjá, og við það var opt komið, bæði í Times, í
blöðum Tórýmanna og i blöðum á meginlandinu, að hik og
vöflur voru á ráði stjórnarinnar, og þetta kom í ljós í ræðum
og ummælum þeirra Gladstones, Granvilles (ráðh. útanrikis-
málanna) og fl., og í því brauki stóð lengi. þegar sagt var
á þinginu, að allar tilraunir og kappkostun Englendinga á
Egiptalandi mundi fyrir ekkj koma, nema þeir tækju aldartök-
um á landinu til stjórnar og yfirráða, svaraði Gladstone sem
skjótast, að slík ábyrgðarráð yrðu aðrir í fang að færast, og
kallaði það óvinnandi verk rneð öilu að stýra Egiptalandi frá
Lundúnum. Og þó var það allt í Lundúnum ráðið, atfarirnar
og það sem þeim fylgdi, tilraunirnar að skapa nýja og reglu-
lega stjórn á Egiptalandi, og öllu þaðan stýrt og fram fylgt.
Hinsvegar var um hitt ekki að tala, að hafa sig á burt; kasta
af sjer öllum vanda og láta allt að auðnu arka. »Nei, yfir
leiðarsundinu til Indlands og Eyjaáifunnar viljum vjer vaka,«
sögðu ráðherrarnir, >; verja strandalöndin með fram Rauðahafi
og íigiptaland sjálft á móti Mahdíinum.« — «En hvað hafi þið
1 ráði um Súdanslöndin?« spurðu þá sumir, og ekki sízt ráð-
herrar Kedífsins. Nýjar vöflur, en svörin komu þar niður, að
þau mundi bezt upp að geia, og kveðja þaðan eða koma
þaðan setuliðsdeildum Egipta, og því fólki öðru — einkum
3*