Skírnir - 01.01.1885, Blaðsíða 34
36
ENGLAND.
hinu kristna — sem eigi mundi þar landvært verða. Um þetta
var lengi þrefað við ráðherra jarlsins í Kairó, en fyrir þeim
einarður maður, Sherif pasja að nafni. Stjórnarforsetinn mæltist
undan, sem von var, að gefa upp alla vörn i þeim löndum
sem væru lýðskyld kalífinum í Miklagarði, og sagði, að til
þess yrði hans boð að hafa, Við hinu var og hreift, bæði í
enskum blöðum og öðrum, hvort stjórnin á Englandi verði svo
dyggilega sæmd ens mikla ríkis, ef hún ljeti lönd undan ganga,
sem hún hjeldi yfir uppi skildi Englands til hlífðar og verndar
Eptir frægan landkannara enskan, Samúel Baker (bróður hers-
höfðingjans, er síðar verður getið) komu þá þegar — og optar
síðan — greinir eða brjef í ensk blöð, þar sem hann veitti
þeim Gladstone harðar átölur, og kvað það Englendingum
höfuðskömm, ef þeir ljetu önnur eins allsgnægta og frjófsemd-
arlönd, og Súdanslöndin væru, hverfa aptur í greipar siðlausra
þrælasala, ofurseldu þeim aptur þær stöðvar þar syðra, sem
þjóðmenningin hefði sjer helgað. En allt kom fyrir ekki, og
Sherif pasja vjek frá forstöðu stjórnarinnar i Kairó, en við
henni tók Núbar pasja, sem var Englendingum auðsveipari og
ljet allt á þeirra valdi.
j>ar sem vjer sögðum, að enska stjórnin hefði haft fremst
í hyggju að gefa upp Súdanslöndin, þá er þetta eigi svo að
skilja, sem hjer væri neitt fastráðið eða alráðið. Hún slakaði
á öðru reiptaglinu, hjelt í hitt. Hjer var líka eptir ekki iitlu
að sjá. f>að er landageimur 300 milur á lengd, eða miklu
meira, ef reiknað er frá Assúan (við Nílá) og suður undir stór-
vötnin Nýansa (»Alberts og Viktoríu«). Amóta frá vestri til austurs,
þar sem breiðast er, t. a. m. frá hinum vestlægu takmörkum
á Darfur og tii Massóva við Rauðahafið. Menn reikna, að
Súdanlönd Egipta — að öræfunum meðtöldum — muni sam-
svara flatarmáli Frakklands ferfölduðu. Höfuðborgin þar syðra
er Khartum við Nilá þar sem hún kvíslar sig i »Hvítu Nil« og
»Bláu Nil« (eystri). Landið umhverfis er hið frjósamasta, bæði
hvað korn og annan afgróða snertir, og sama er um löndin
næstu fyrir sunnan og vestan að segja — Kordófan og Darfur.
J>að er helzt fyrir áhuga, kapp óg atorku kristinna skörung-