Skírnir - 01.01.1885, Síða 35
ENGLAND.
37
menna — og þá sjerilagi hinna ensku, Samúels Bakers og
Gordons — að ráðasvið Pigipta hefir færzt út svo langt suður
og að vald þeirra hefir orðið þar að nokkrum staðaldri. I
Khartum og fleiri bæjum hafa kristnir menn haft landstjórn og
önnur umboð á hendi, og náttúrleg afleiðing þess var, að
hingað sótti fjöldi lcristinna manna, að þjóðmenning og þrifn-
aður Evrópumanna náði hjer bólfestustöðvum. Ibúar borgar-
innar eru 50,000 að tölu, af þeim 10 þús. af Evrópukyni. Um
leið og hinir kristnu landstjórar fóru með umboð Egiptajarls,
ráku þeir erindi Englendinga og gerðu allt sem þeim var unnt
til að' afnema og kefja þrælasölu, og alla þá grimmd og viður-
styggð, sem henni fylgir. Vjer segjum Englendinga, þvi þeir
hafa verið frumkveðar í þvi máli hjer, sem viðar. f>eir vöktu
málið við Mehemed Ali, er hann hafði unnið undir sig nokkuð
af Súdan, þó lítið yrði um efndir þess, er hann hjet, og 1877
knúðu þeir Ismail son hans til samnings, að þrælasala skyldi
bönnuð á Egiptalandi, og aftekin með öllu i Súdanlöndunum.
Hjer voru mannveiðar og mannsal arðsamasti gróðavegur, og
hans ákaflega leitað af egipzkum og arabiskum mönnum.
Sumir þeirra liðsforingjar jarlsins og umboðsmenn, en sumir i
ósátt við hann og embættum sviptir, og höfðu svo leitað suður
í fjefanga skyni. J>að var afnám þrSelasölunnar, sem gerði riki
Egiptajarls og Tyrkja óvinsælt þar syðra, og þvi er hægt að
skilja, að hinir auðugu þrælasalar mundu verða fyrstir að leggja
lag sitt við Móhammed Achmed, spámanninn nýja, sem hjet
þeim að brjóta af hinum rjetttrúuðu ánauðarok kristinna þjóða,
en reisa aptur til vegs og frama það riki, sem spámaðurinn
milcli (Múhamed) hefði stofnað, en arftökumenn hans i Mikla-
garði hefðu svo illa á haldið og vanrækt. Bedúínahöfðingj-
arnir i löndunum milli Nilár og Rauðahafs urðu auðfengnir
til fulltingis, og höfuðsigurinn á Hicks pasja festi þá í trúnni,
að Móhammed Achmed væri sendiboði Guðs á himnum, »mátt-
ugur í orði og verki.« Við þann atburð slitnaði allt samband
milli setuliðsdeildanna í Kordófan, Darfur og Sennaar (suður
við miðjarðarlínuna) og liðsins i Khartum, en mágur Mahdísins,
Osman Digma — fyrrum sveitarforingi i her Egiptajarls, siðar