Skírnir - 01.01.1885, Page 36
38
ENGLAND.
þræiasali þar syðra — dró mikinn her saman í löndum eystra
megin Nílár og sótti þá bæi við Rauðahaf, sem Tókar,
Trinkitat og Suakin heita, og þann bæ iengra upp frá strönd-
inni, sem Sinkat nefnist.
Svo var í horf komið, þegar enska stjórnin komst að
fyrstu niðurstöðu ráða sinna, en hún var, sem þegar er nokkuð
á vikið, að verja oddi og eggju borgirnar og landsjaðarinn
við Rauðahafið og stökkva þaðan sveitum Osmans Digma, en
koma Egiptaliðinu eða setudeildunum á burt frá þeim löndum
vestur frá og syðra, er þegar voru á valdi Mahdísins, og þvi
kristna fólki, sem á burt vildi þaðan aptur komast. það er
að skilja: um þetta skyldi samninga leitað við Mahdíinn
sjálfan, og honum kostir boðnir að gerast soldán yfir Kordófan,
en eigi þvert tekið fyrir um landamerki norðar, ef annars yrði
ekki kostur. Orð var jafnvel haft á, að konum skyldi gerður
kostur á, að fá öll löndin upp að Vady Halfa, já upp að
Assúan (80 milur frá Kairó, en 130 - 130 frá Khartum). Hins
vegar skyldu þeir höfðingjar — eða niðjar þeirra og frændur
— eiga apturkvæmt til valda i Darfur og Sennaar, sem Egipta-
jarlar höfðu rekið þar frá ríki. Svo auðsjáanlega hugað, til að
vekja mótdræga flokka gegn Móhammed Achmed. I stuttu
máli: stjórnin enska vildi leysa sig svo — ef verða mætti —
af frekara vanda í enum egipzku Súdanslöndum, að Egiptar
slepptu á þeim öllum tökum, Hún sætti sig við, að þau hyrfu
aptur undir siðleysisvald hinna fyrri drottna, og að sá nýgræð-
ingur kristinnar þjóðmenningar yrði þar með öllu upp rættur,
sem tekinn var að spretta fyrir skörungskap og kappsmuni
ágætra manna frá vorri álfu. Urræði hennar, ef Mahdíinn yrði
þver og ekkert gengi saman, mun hafa verið svo hugað, sem
síðar gaf raun á og bráðum skal frá greint.
Suður á Súdan var þá með vönd erindi að fara af hálfu
ensku stjórnarinnar. Henni varð það að minnsta kosti til
stundarhamingju, að við þeim tók sá maður, sem allra manna
bezt þótti til þess fallinn. Maðurinn var Gordon herfshöfðingi,
sem fyr er nefndur. Hann var nýkominn úr ferð til Jórsala-
lands, en Leópold Belgíukonungur hafði beðið hann að taka