Skírnir - 01.01.1885, Blaðsíða 37
ENGLAND.
39
við laadstjórnarumboði í löndum Kongófjelagsins á vesturjaðri
Afríku, og þá virðingu hafði hann þegið, þegar þeir Gladstone
hjetu á dug hans og drengskap. Gordon hafði haft áður land-
stjórn á höndum í Súdanslöndum, eða frá 1874 til 1879, og
haft þar mestu frægð af afreksverkum sínum, sem annarstaðar *').
Hann var ekld að eins gagnkunnugur um öll þau lönd, en
þarlendum mönnum og lcynflokkum svo að góðu kunnur, hug-
rekki hans og hreysti, röskleik og atorku, rjettlæti og ósjer-
plægni svo á lopt haldið þar syðra, að hann var sannkallað
átrúnaðargoð fólksins. Hann var ferðbúinn til Kongó, en vildi
ekki enn skorast undan vandamiklu og hættusamlegu verkefni,
er Englandi lá svo mikið við, að betur enn ver mætti úr rætast.
Hann rjezt til ferðar og með honum Stewart yfirliði úr her
Englendinga í síðari hluta janúarmánaðar, og gekk ferð þeirra
svo greitt, að þeir komu til Khartum 18, febrúar. A leiðinni
var þeim alstaðar vel fagnað, en í Khartum streymdi bæjar-
lýðurinn á móti honum með miklu gleðiópi, allir vildu falla
honum til fóta, kvöddu hann með nafninu »Soldán Súdans-
landa,« og fjöldi manna kystu hendur hans og fætur. Orð
hans til fólksins voru svo látandi: »Jeg er kominn hingað án
hermanna, en Guð er með mjer, og með hans hjálp ætla jeg
að ráða bætur á böli Súdanslanda. Til þess vil jeg ekki neyta
annara vopna enn rjettlætis, og Baskí-bozúkar (hermenn Tyrkja)
eiga hjer ekkert að vinna.c I ávarpsboði Gordons til Súdans-
manna voru sumar greinir, sem komu öllum á óvart. J>ar
stóð, að Móhammed Achmed skyldi hafa soldánsvöld í Kor-
dófan, og að mönnum þar syðra skyldi leifast bæði þrælahald
og þrælasala. þetta hefir Gordon ráðið til að spekja landsbúa,
og að honum yrði það auðunnara, sem honum var á hendur
*) Lesendur þessa rits hafa fyrir iöngu heyrt um afdrif þessarar lietju,
þegar þeim berst það í hendur. En með því að oss þykir bezt til-
fallið og heildarlegast, að rekja feril viðburðanna, eða atgerðasögu
ensku stjórnarinnar á Englandi, að láti hans, þó á umlíðandi ári liafi
að borið, þá virðist oss eins hlýða, að telja hann í þessum árgangi
með látnum mönnum og segja helztu atriði af æfi kappans.