Skírnir - 01.01.1885, Side 38
40
ENGLAND,
falið. Banni á móti þrælaveiðum hjelt hann ótakmörkuðu, og
sagði svo siðar, að hann hefði ávallt kallað það eignarán, ef
þrælar skyldu svo leystir, að eigendur þeirra fengju engar
bætur, en hinsvegar yrðu skuldbindingar stjórnarinnar í Kairó
við útlenda stjórnendur um lagabætur í Súdan, þrælalausn sem
fleira, þá marklausar, er þau lönd yrðu vilskila við Egipta-
land.
Aður enn vjer byrjum á þrautasögu Gordons í Khartum,
skal að þeim tíðindum horfið, sem urðu við Rauðahafið þrjá
mánuðina fyrstu i árinu. I Suakin hafði hershöfðinginn Baker
pasja forustu fyrir setuliði Egipta 14—15 þúsundum manna,
en aðrar deildir hjeldu vörð i bæjunum fyrir sunnan Sínkat,
Tókar og Trinkitat. I vestur frá þeim bæjum er fjalllendi og
þtiðan sóttu miklar deildir liðs og veittu árásir, eða settust um
borgirnar, sjerílagi Tókar og Sinkat. Fyrir þeim her var
Osman Digma höfuðforingi, mágur spámannsins, sem fyr er
nefndur. Hann hafði gert tvær atreiðir að Suakin, .stærstu borg-
inni, en Baker hafði rekið hann aptur i bæði skiptin. En
erfiðara veitti um vörnina í hinum bæjunum, og komust þeir í
verstu kröggur. Baker vildi ráðast með lið sitt þeim til full-
tingis í byrjun febrúarmánaðar, og þann 4ða þ. m. sló í bar-
daga við herdeildir Osmans eigi langt frá Tókar, eða milli þess
bæjar og hafnarbæjarins' Trinkitat. Baker hafði hjer herfilegan
ósigur, og var mest um að kenna ódrengskap og fádæma
felmt og bleyðuhug Egiptá, bæði sveitarforingja og undirliða.
Súdansmenn sóttu bardagann með harðfengi og grimmd, og
að griðum var ekki að spyrja. Skræfurnar egipzku lcöstuðu
frá sjer vopnum i öndverðum bardaga, runnu á flótta eða
vörpuðu sjer æpandi niður og báðu líknar. þeir sem nokkra
dáð drýgðu, voru annaðhvort frá Englandi eða öðrum Evrópu-
löndum, eða þá sveitir af Tyrkjaliði. Af liði Bakers fjell rúm-
lega helmingurinn, eða 2250 manna, en nálega öll stórskeyti
með öðru hergerfi og farangri komst í hinna hendur. það lið
sem undan komst skundaði til Trinkitat og út á skip Englendinga,
sem lágu á höfninni. Fyrir flotadeildinni í Rauðahafinu var
sá aðmiráll, sem Hewett heitir, og skyldi hann halda vörð