Skírnir - 01.01.1885, Qupperneq 39
ENGLAND.
41
meðfram ströndinni, þar til er nýtt lið kæmi frá Egiptalandi,
bæði af her jarlsins og Englendinga, og þvi mætti aptur beita
til sókna. Á því bili vann Osman Digma Sinkat, og voru þeir
strádrepnir allir, er vörðu bæinn. Litlu síðar gáfu þeir Tókar
upp sem þar sátu, og var um landráð kvisað — og líkast
ekki ástæðulaust. Yfir það lið sem saman var dregið í Suakin
settu Englendingar þann hershöfðingja sem Graham heitir.
Hann ljet það fara sjóveg suður að Trinkitat. Hann hafði
eitthvað um 5000 manna, og var Baker hershöfðingi i fylgd
hans. f>að er sagt, að Englendingar hafi ekki vitað það fyr
enn hjer var komið, að Tólcar var á valdi Súdansmanna.
»Nokkrum dögum of seint!« sögðu blöðin á Englandi, en svo
vildi víðar verða. En fram skyldi nú sótt, þó Osman Digma
hefði eigi færra lið til móts enn 10—12 þúsundir manna, Vig-
svæðið varð hið sama og fyr, eða þar sem E1 Teb heitir, hjer-
umbil mitt á milli Tókar og strandarinnar, eða rúmar 2 mílur
upp frá henni. 29. febrúar bar fundum saman. Bardaginn
stóð lengi dags, og var mart sagt af framgöngu einstakra sveita
og manna, fádæma hreysti og harðfylgi i beggja liði. I bar-
dögum við Afríkubúa hafa menn jafnan ferhyrndar fylkingar og
innan þeirra úlfalda, stórskeytavagna og þeysibissur (mitreilleuses)r
og taka þar móti áhlaupunum. Takist að rjúfa þær, eða koma
þeim á tvistrungu, þá hafa áhlaupendúr jafnan mest til sigurs
unnið, og hann optast sjer i höndum. Súdansmenn runnu á
eina höfuðfylkinguna með grimmd og æði og hirtu hvorki um lif
nje dauða, enda fjellu þeir þar hrönnum saman fyrir kúluhríð-
inni, en þeir allir höggnir eða lagðir, er inn náðu að brjótast.
Ein sveit í liði Englendinga hjet »varðliðið svarta« (frá Skot-
Iandi), sem jafnan er við brugðið í bardögum þar syðra fyrir
hreystiverk sin og óbilandi hugrekki. |>eir piltar runnu ásamt
sjóliðasveit á eitt vígi Súdansmanna, og linntu ekki fyr enn
þeir voru allir drepnir, sem við fallbissurnar stóðu. Sú viður-
eign var hin harðasta og langvinnasta á einum stað i allri
orrustunni. Fyrir sjóliðasveitinni var yfirliðinn Burnaby, mesti
fullhugi og frægur af ferðum sinum í Asíu (t. d. Khiva í Mið-
asiu) og ymsum áræðasögum. Hann komst hjer í krappan