Skírnir - 01.01.1885, Page 40
42
ENGLAND.
dans, hesturinn var skotinn undir honum, fjekk sjálfur lag í
handlegginn, en kom svo vörn fyrir sig með tvihleyptri bissu,
að hann feldi þar 10 menn i 20 skotum. I líkar kröggur
komst kapteinn úr sjóliðinu, Wilson að nafni. Hann sá einn
sjóliðann kominn í þyrping af Súdansmönnum og hljóp honum
til hjálpar. Hann rak sverð sitt í.gegnum einn af hinna liði,
en það brotnaði við heptið, og með þvi barðist hann svo vel,
að hann komst út aptur. Averka fjekk hann sjálfur, en ljet um
sár sitt binda og skundaði aptur þangað, sem atvígið stóð.
Sveitirnar unnu virkið og upp frá því sóttist Englendingum
betur. Baker hershöfðingi var fyrst fyrir forvarðaliði, en síðan
jafnast í fylgisveit Grahams. Hann fjekk sár í kinnina af
flís úr sprengikúlu i öndverðum bardaganum, en ljet ekki draga
út fyr enn lokið var. Af liði Englendinga íjellu hjer 28 menn,
af þeim 4 fyrirliðar, en tala hinna særðu var 142, og þeirra á
meðal 18 fyrirliðar. Af liði hinna lágu þar fallnar 2000 manna.
Sveitir Súdansmanna, eða Araba, sem þeir optast eru kallaðir
i skýrslunum, höfðu sig nú á burt frá þeim stöðvum og frá
Tókar og upp í fjall-lendið fyrir vestan. Að svo búnu fór
Graham með liðið aptur tll Suakin og skyldi reka þaðan
herdeildir Osmans Digma, sem sátu þar i grenndinni og sættu
færi til árása. Hann skildi ekki lið eptir til varðsetu í Tókar,
en hafði þaðan allt fólk af Evrópukyni og frá Egiptalandi (nær
því 800 manna). þegar þetta barst í ræður á þinginu, minnti
stjórnin á áform sitt, að koma þar á burt kristnu fólki og
egipzku sveitunum, sem hægt yrði, að kveðja allt enska liðið
heim frá þeim löndum (Súdan og Egiptalandi), þegar öllu væri
í skaplegt lag skipað, en skilja þær einar sveitir eptir, sem
skyldu halda vörð i Suakin eða annarstaðar við Rauðahafið.
Lið Osmans Digma (norður frá) *) hjelt stöðvum við þorp, sem
*) þeir Hewett og Graliam höfðu sent Osman og lcynfiokkaforingjum í
hans liði svo látandi brjef, að þeir skyldu hætta uppreisninni móti
löglegum höfðingja og leggja af sjer vopnin, en stilla svo böl fólksins
og blóðsúthellingar. Hjer var og heitið uppgjöfum saka, en hótað
óumflýjanlegri hegningu og óförum — hinum sömu og við E! Teb —