Skírnir - 01.01.1885, Page 43
ENGLANJ).
45
hers fyrir. þegar þeir komu að ferhyrningsfylkinguuni, hleyptu
þeir inn í hana og ljétu sömu látum — já báru vopn á og
drápu þá menn, sem við vildu snúast og neyta stórvopnanna.
jþeir höfðu reyndar sjeð 60 manna sveit af riddaraliði, og hafa
líkast gefið þeim bendingu. Riddararnir þeystu líka á eptir,
er þeir sáu, að hinir urðu felmtsfullir og lögðu á flótta. Við-
taka var nær þvi engin, en Súdansmenn hjuggu og lögðu svo
marga til bana, sem þá lysti. Hjer fjellu 200 manna af liði
Gordons. Fyrirliðarnir höfðu það þó fyrir bragðið, að Gordon
ljet skjóta báða litlu síðar. Upp frá þessu átti aldri úr að aka
með umsátrið og árásirnar, Yfir þau tíðindi verður hjer skjótt
að fara, en þau urðu því missagðari sem boðleiðirnar tepptust
meir og meir, og hersveitir Mahdísins krepptu fastara að
Khartum og fleiri bæjum fyrir norðan við Nílfljótið, t. d.
Shendy, Berber og fl. Fiestar fregnir komu frá Dongola,
bornar þangað af flóttamönnum eða öðrum, er höfðu orðið að
fara huldu höfði, en vart öðrum trúandi enn þeim, sem studdust
við boð og skýrteini frá Gordon sjálfum. Skeyti frá honum
fengu þeir Baring, fulltrúi Englendinga í Kairó, Samúel Baker
og Khedífinn sjálfur. Af þeim mátti sjá, að Gordon átti sífellt
i vök að verjast, og að hann hefir búizt við annari liðveizlu
af hálfu stjórnarinnar, en raun gaf á, já beðið liðsendinga bæði
að norðan og frá Rauðahafinu (Suakin). Hann hafði opt sigr-
azt á Súdansmönnum og stökkt umsátursliði þeirra á dreif, en
stundum höfðu þeir horið hærri hiut, t. d. 16. marz (sem fyr
er getið) og 4. september, og náð þremur gufuskipum frá hon-
um á fljótinu. I þeirra stað ljet hann smíða tvö ný gufuskip.
Hann hafði sent frá sjer norður um 'miðsumarleytið Stewart og með
honum tvo menn aðra, og mun hann hafa átt að fara til Kairó og
krefjast að lið yrði sent suður sem skjótast. þá var Berber á valdi
Súdansmanna, og í námunda við bæinn mun skipi hans hafa
hlekkzt á, og hann komizt þar í hendur uppreisnarmanna. Um
afdrif hans hafa ymsar sögur gengið. Eptir margar átölur á
þinginu, ályktuðu þeir Gladstone um siðir, að lið skyidi senda
til Egiptalands, og fjárframlögurnar samþykkti þingið í byrjun
ágústmánaðar. Wolseley hershöfðingi, sigurvegarinn við Tel-