Skírnir - 01.01.1885, Side 45
ENGLAND.
47
— hershöfðingi Stewart að nafni. Stefnuhaldið að Matammeh,
bæ við Nílá, eða Shendy þar gagnvart hinumegin árinnar, en
báðir bæirnir voru þá á valdi uppreisnarliðsins. þann 12. jan.
kom Stewart til Gakdúls, bæjar sem liggur hjerumbil miðleiðis
á eyðimörkinni, en þar eru brunnar, og byrgði hann þar lið sitt
að vatni. þaðan svo áfram haldið að öðru brunnaþorpi, rúmar
2 mílur i vestur frá Matammeh. Hjer var allmikill her fyrir
til móttöku, eða 10 þús. manna, og sló þar í harðan og
skæðan bardaga 17. janúar. Englendingar fylktu ferskeytt, sem
að vanda, en hinir rufu á einum stað fylkinguna i fyrstu áhlaup-
unum. En þegar Englendingar höfðu náð saman aptur og
komu stórskeytunum við, sneri mannfallinu i lið hinna, og svo
lauk, að þeir hrukku á flótta og ljetu þar 1200 manna. Af
Englendingum fjellu margir af svo fámennu liði, eða 74 — af
þeim 9 fyrirliðar — en 85 særðust, og þeirrá á meðal Stewart
hershöfðingi sjálfur. Meðal hinna föllnu fyrirliða var Burnaby,
kappinn mikli, sem áður er getið við bardagann hjá E1 Teb.
Sá hershöfðingi heitir Wilson, sem tók við forustunni af Stewart,
en sár hans leiddu hann síðar til bana. Wilson treystist ekki
að sækja Matammeh, eii tók dvalarstöð við Gubat, lítið þorp
fyrir sunnan við fljótið. Lið Englendinga var nú ekki meir
enn rúmar 20 milur fyrir norðan Khartum, en leiðin þangað
þvi greiðara farin, sem þeir Wilson fundu á ánni við Gubat
gufuskip frá Khartum, sem Gordon hafði sent til aðdrátta.
þeir sem á þeirn voru sögðu þaðan öll góð tíðindi. Wilson
hjelt með sveit manna suður á tveimur skipum og vildi sem
fyrst hafa tal af Gordon, en þegar hann kom i nánd við borg-
ina, sá hann að þar blöktu önnur merki uppi, enn hann átti von
á, en skipunum engar fagnaðarkveðjur sendar, og þóttist hann
þegar vita, hver umskipti þar væru orðin Af þeim sögum
er fengizt hafa til þessa (í byrjun marzmánaðar), er haft fyrir
satt, að einn af hinum egipzku foringjum i liði Gordons,
Farash pasja að nafni, hafi hleypt liði Mahdísins inn i borgina
26. janúar um þau hlið, sem hann átti að verja. Gordon varð
þess skjótt vís, hvað um var að vera, og skundaði út úr höll
sinni til varðstöðvanna. það er sagt, að hann hafi ekki verið