Skírnir - 01.01.1885, Síða 47
ENGLAND.
49
tfjekk eptir orrustuna við Hicks pasja, var það nú allt í hans
höndum. sem Gordon 'nafði til varna haft í Khartum. Wolseley
sá að hjer var við ofurefli að etja, en þeir timar fyrir höndum
og þegar komnir, sem gera útlendu liði allar leiðir erfiðar, og
ekki síður siglingar og flutninga á Nílfljótinu. Hann tók því
það ráð að kveðja það lið aptur, sem yfir öræfin hafði sótt, og
ljet líka skipaliðið snúa aptur og halda undan straumi. þ>að
er sagt, að hann ætli að halda öllu atfaraliðinu á stöð saman
— líkast við Dongola — þar til er aptur gefur til framsóknar
og meiri her er að heiman kominn og frá öðrum stöðum.
þetta má vart fyr verða enn með haustinu, en þá skai að tveim
leiðum sótt, bæði að norðan og að austan frá Suakin. Hingað
er liðsendinga von frá Indlandi og Astralíu, og þegar það lið
er komið, verður látið skríða til skarar með Osman Digma og
hans hersveitum, og siðan skal leggja járnbraut vestur að
Berber. Að 'nenni verður þá það lið líkast flutt, sem frá Eng-
landi kemur og að austan, og svo virðist ráð fyrir gert, að i
Berber skuli herstraumarnir mætast. |>að mun óefað, að allt
hik mun nú vera horfið úr hug Englendinga, og að þeir ætli
að veita spámanni Súdansmanna þá heimsókn, að völd hans
liði undir lok í þeim löndum, en þjóðmenning Evrópumanna
nái þar traustari stöðvum enn fyr, hvort sem þau lúta yfirboði
Egipta (Tyrlcja) eða annara þjóða. Englendingar kannast við,
að þeim hefir slóðrað svo i málunum, að þeir þurfi að gera
mikla yfirbót og rjetta hlut sæmda sinna. Vjer verðum að
hnýta því við, að sem horfist, þá verður það gert með forstöðu
Viggastjórnarinnar, sem unnið verður, því hún stóðst þá hríð í
neðri málstofunni, sem að henni var gerð eptir tíðindin frá
Khartum, en með litlum yfirburðum atkvæða. I lávardadeild-
inni sigruðu Tórýmenn með miklum atkvæðafjölda, en að þvi
einu er ekki farið á Englandi, þvi vantraust hinnar deildar-
innar ræður þar ráðherraskiptum, þó þeim megi með þingslit-
um fresta og nýjum kosningum.
A það er minnzt í hinum fyrra kafla ritsins, hverj.u þjóð-
skiptamáli Englendingar eiga að gegna á Egiptalandi, sjerílagi
að þvi er kemur til skuldaskila og bótagjalds til ýmissa landa
Skírnir 1885.
4