Skírnir - 01.01.1885, Síða 48
ENGLAND.
fO
eða manna og fjelaga i ymsum ríkjum vorrar álfu. Vjer bætum
því hjer við, að nú er greitt úr þeim misklíðum sem urðu í
fyrra sumar með Engtendingum og meginlandsrikjunum um
íjárhagsmál Egipta, og það án nýs fundar, en ráð er fyrir gert,
að á fund verði gengið í marz i París til að semja um frjálsar
eða afgjaldslausar siglingar um Suess-sundið. Hitt þarf ekki
fram að taka, hver þjóðskiptamál geta vaknað, þegar Englend-
ingar hafa lokið erindum sinum i Súdanslöndunum, standa
aptur með sigursælan her á Egiptalandi og taka þar til síðustu
ráðstafana, en Italir (sjá Italíuþátt) hafa með þeirra þagnar-
samþykki hetgað sjer svo mikinn part af austurhluta Súdans
við Rauðahafið, sem þá helzt lystir. A öðrum stöðum hefir
nær haft, að Englendingar kæmust i bága við sum ríkin á
meginlandinu, t. d. við þjóðverja á vesturjaðri Afriku, og við
Rússa i Asíu, og ska! frá því greint í þáttunum frá J>ýzkalandi
og Rússlandi. J>ó Englendingar og Frakkar hafi stundum horft
nokkuð öndvert hvorir við öðrum síðan þeir skildust við at-
farirnar á Egiptalandi, og sum blöð hvorra um sig spari ekki
hnjóðsyrði, þegar svo ber undir, þá mun samt mega fullyrða, að
sú ósk er rótgróin hjá öllum hinum beztu mönnum beggja
þjóðanna, að þær leiðist aptur hvor að annari og geri samband
sitt svo fast sem verða má. J>eir menn sjá, hvað i þvi sam-
bandi er fólgið, eða að undir því er komið, hvort almennu
frelsi á að skila áfram í vorri álfu, eða að þjóðir hennar eigi
að falla aptur í dá og doða undir höfga konungsvalds, hervalds
eða annarar Asíukynjaðrar og miðaldalegrar drottnunar. J>ess-
háttar álit koma ekki sjaldan fram í mánaðarritinu »Fortniglitly
Review«, og svo var að orði kveðið í einni greininni (í febrúar
f á., eptir Colani, franskan mann og ritsjóra blaðsins »Répwblicque
Jrangaise«), að einveldisríkin í Evrópu miðuðu, sem náttúrlegt
væri, oddum vopna sinna móti hvorumtveggju jafnt, Englend-
ingurn og Frökkum, og það væri einmitt frelsið, sem þeim
væri haft til saka. Slíkt mætti minna hvoratveggju á samband
sín á meðal, því þeir skyldu vita, að reiddi aðra þjóðina að
falli, þá ætti hin ekki langt eptir. »Skírnir« hermdi í fyrra
(31. b!s.) velvildarummæli Gladstones til Frakka, og honum var