Skírnir - 01.01.1885, Side 50
52
ENGLAND-
í sjálfri prósessíunni voru 30 þúsundir manna. Á merkjum og
fánum sitthvað letrað, eða með öðrum táknum sýnt, hvað
mönnum bjó i skapi. Sumt skoplegt og skringilegt. A ein-
um fánanum var risi dreginn upp, en á lófa hans stóð dvergur
með greifakrónu á höfðinu, og var hægt að sjá, að hjer voru
þeir sýndir: Gladstone og Salisbury, forustmaður Tórýmanna í
efri máistofunni. Á öðrum stað var legsteinn borinn, og á
hann letrað: »Til minningar um lávarðadeildina. Anno 1884.«
Á einu merkinu þetta: »Takist það ekki með tungu og penna,
þá verður prúðmennið gamla að taka öxina sína!« *) Eptir
þinglok í miðjum ágústmánuði fengu skörungar og forustu-
menn beggja höfuðflokkanna betra tóm til ferða og fundahalda.
Gladstone ferðaðist til Skotlands og varð víða, þar sem hann
kom við i borgum á ferðinni, að launa fögnuð fólksins með
mælsku sinni. I Edínaborg var engi viðhöfn spöruð á viðtök-
unum, og hjer flutti hann margar ræður til kjósenda sinna eða
fyrir borgarlýðnum, sem streymdi þangað þúsundum saman
sem hann gisti, en þar lcomu þá líka menn með kveðjur og
ávörp, sem hann hlaut að svara. Höfuðmótið var í »kornkaupa-
samkundunni« og þar talaði hann í tvær stundir og gerði grein
fyrir öllum stjórnarafrekum sínum á þeim 4 árum, sem hann
hafði staðið fyrir ráðaneytinu. Hann talaði örugglega um
málalyktirnar með þingdeildunum, og gaf mönnum i skyn, að
lávarðarnir mundu á neyðarkostum verða að kenna, ef þeir
kæmu ekki sjálfir fyrir sig vitinu. »Menn höfðu þau orð um
Bourboninga,« sagði hann, »að þeir hefðu aldri lært neitt, og
aldri neinu gleymt, en það væri þó hörmulegra, ef menn segðu
um lávarðana, að þeir hefðu aldri lært neitt, en gleymt öllu.«
Gladstone heimsótti ýmsa höfðingja þar nyrðta, sem fylla
Viggaflokkinn, t. d. lávarðana Roseberry, Dalhousie og Aber-
deen, og annaðhvort á setrum þeirra eða á brautastöðvum
*) Auðvitað að axarmaðurinn er Gladstone , en hitt kunnugt, að hann
hefst það opt að heima hjá sjer, að fella skógartrje, líkast til heilsu
og herðingar, og því var það fyrir fám árnm, að kunningjar hans gáfu
honum fagurbúna viðaröxi á afmælisdag hans.