Skírnir - 01.01.1885, Blaðsíða 53
ENGLAND.
55
í neðri málstofunni, en við því tók Arthur Peel, yngsti sonur
Roberts Peels, hins fræga stjórnmálamanns Englendinga. Brand
komst í lávarðatölu, og er kallaður Hampden, og skyldi fá í
eptirlaun 72 þús. króna.
I þingsetninga og þingslitaræðum iætur drottningin jafnan
fögnuð sinn i ljósi, að ástandið á Irlandi fari batnandi, og
sjerlega fram tekið, að ódáðum og illræðum fækki. Af skýrsl-
um stjórnarinnar fengu menn að vita, að frá 1. júlí til l.'októ-
bers umliðið ár hefði 232 afbrotum verið stefnt í dóm; af
þeim 38 brennur eða brennutiiraunir, 9 tilræði að mönnum, 15
lemstranir á fjenaði og 100 hótunarbrjef, en á engum manni
til bana unnið. En um það leyti áttu 100 menn sakir í dómi,
sem sakaðir höfðu verið um Feníaráð, og munu þær ekki hafa
verið með hinum taldar. það er auðvitað, að tilgæzla liðsins
á mestan þátt í er illvirkin hafa rjenað á Irlandi, því til hins
sjást engin merki, að Irar beri nú þýðara þel til Englendinga,
eða að þeim hafi snúizt hugur í málum sinumr A ölium fund-
um »þjóðarfjelagsins« eru viðkvæðin hin sömu og áður, að allt
böl og þjóðraunir Ira sje kúgunarvaldi Englendinga að kenna,
að Irlandi sje engrar viðreisnar von fyr enn það nái fullu for-
ræði mála sinna og löggjöf þess komi undir þing í Dýflinni,
og svo frv. Sárt er við lagt sem fyr, að Irlendingar skuli
aldri slaka á kröfum sínum, og fullyrt um leið, að Eng-
lendingar hljóti að láta undan. Stóryrðin spara sumir ekki á
fundunum, hvað tiltektirnar snertir. J>ó flestir varist þau um-
mæli, sem votta að þeir þekkist það, sem samsærismenn íra
berast fyrir eða hafa fyrir stafni. Og hvað samsærisráðin
snertir, þá virðist sem Feniar hafi flutt verkasvið sitt til Eng-
lands, einkum til Lundúna og fleiri stórborga. I fyrra vor var
mikið um fundi tundurvjeia og tundurbyrgða, og löggæzluliðið
varð að hafa vakandi auga á öllum írskum ferðamönnum og
þá þeim sjerílagi, sem komu vestan um hafið. I april höfðu
menn hendur á 4 mönnum, og um þrjá af þeim sannaðist, að
þeir voru við samsærisráð bendlaðir, því hjá þeim fundust bæði
skjöl, sprengivjelar af ymsu tagi og tundurbyrgðir bæði í híbýl-
um þeirra beggja, sem Egan og Daly hjetu (í Birmingham),