Skírnir - 01.01.1885, Síða 54
56
ENGLAND.
og á öðrum stöðum, þar sem þeir höfðu slíkt fólgið. Sagnir
eða játningar tókst ekki af þeim að hafa. Daly var dæmdur
í æfilanga betrunarvinnu, en Egan 20 ára. þegar dómarinn
spurði Daly, hvernig sumra vjelanna skyldi neyta eða með þær
fara, svaraði hann svo 1 níðurlagi langrar ræðu: »Morð-
ingi hef jeg aldri verið, en í vjelunum sumum er sá leyndar-
dómur fólginn, sem Guð gefi mjer krapt til leyndum að halda!«
Af einu skjalinu, sem fannst i hirzlum þessara manna, sást að
vopnanefnd Fenía hafði útbýtt tvö seinustu árin 4000 skoru-
bissna og marghleypinga. Áður enn þeir voru höndlaðir, höfðu
tundurvjelar sprungið (seint í febrúar) á járnbautarstöðinni i
Lundúnum og gert þar mikil spell i skálunum, veggjum þeirra
og þökum, en eyðileggingin hefði þó orðið meiri, ef ,menn
hefðu ekki fundið og náð að færa þaðan á burt aðrar vjelar
ósprungnar. Manntjón varð ekki af því tundurgosi, en Feníar
höfðu til meira stofnað, því sama daginn, eða hjerumbil sam-
stundis, fundust pokar eða aðrar hirzlur á þremum öðrum
stöðvum, og i þeim vjelar fullmagnaðar til að þeyta i lopt upp
og umturna þeim öllum. I vesturhluta Lundúna tókust betur
sprengiráðin 30. maimánaðar, og hjer gaus úr heljartólunum á
þrenmr stöðum nær því í senn. Einni vjelinni höfðu erinda-
sveinar Feriía komið fyrir i Scotland-Yard, höfuðstöð löggæzlu-
stjórnarinnar, enda munu þeir hafa þózt eiga henni og þjón-
um hennar grátt að gjalda. Hjer varð þó minna úr veiðinni
enn þeir vildu, þvi þar var þá engi staddur, er tundurvjelin
sprakk, utan sá maður, sem stóð á verði fyrir utan eða niðri f
garðinum. Hann lemstraðist til ólífis, en flestir salir hallarinnar
umturnuðust, þök og veggir rofnuðu. Nokkuð þaðan frá er
veitmgaskáli, og voru þar gestir i drykkjustofunni, þegar þar
sprakk önnur heljarvjelin og lemstraði 12 menn, en olli stór-
skemmdum og hruni á húsinu. þriðji staðurinn var á »St.
James square,« gildaskáli, er »Carlton Club« heitir. Hjer urðu
áþekk spell, einkum á eldhúsinu, og þar lemstruðust 6 stúlkur,
sem stóðu þar við matreizlu. Feníar höfðu lika lagt vjel við
minnisvarða Nelsons á »Trujalgar Square,« en hún uppgötvað-
ist áður enn hún náði að gjósa. A sumum vjelunum sáust þau