Skírnir - 01.01.1885, Page 55
ENGLAND.
57
mörk, er sýndu, að þessar sendingar voru komnar vestan um
haf og flestar smíðaðar í Newyórk eða Brocklyn. Seinna hefir
orð leikið á, að Feníar ættu sjer bækisstöð í Paris bæði til
tundurgerða og sprengivjela. þær eru með úragangi, en stunda-
slag þeirra kveikir svo í tundrinu eða tundurefninu, sem þær
eru til settar. 11. október sprungu tvær tundurvjelar í Que-
beck (í Canada) og lögðu nær því með öllu í eyði nýja þing-
höll, er þá var næsturn fullbúin, og ætluðu menn af Fenía völd-
um orðið hafa. Síðasta tilraun þeirra umliðið ár, var sú að
sprengja Lundúnabryggju (15. desember), en mistókst. jþað hefir
mátt þykja furða, að hvorki löggæzlúmenninir nje aðrir hafa
getað staðið þá að verki, sem með vjelarnar fóru eða komu
þeim fyrir, svo að höndlaðir yrðu. þá sjaldan er vísbending
var gerð um ískyggilega menn á einhverjum stað, og þeim
var eptirför þegar veitt, komust þeir undan annaðhvort i mann-
þyrpingum, eða þeir óku allt hvað af tók og urðu í hvarfi áður
hinir drógu þá upp, er eptir sóttu.
Aður enn sendimenn Transvalinga eða »Búa« fór heim
aptur (sjá »Skírni« 1884, 32. bls.), ferðuðust þeir til Berlínar
og höfðu tal af þeim Vilhjálmi keisara og Bismarck, og tók
keisarinn þeim með hinni mestu bliðu, og minntist á germanska
frændsemi með »Búum« og þjóðverjum, en hjet að efla við-
skiptin með hvorumtveggju. Vjer munum minnast á í þýzka-
landsþætti viðtökurnar í Berlín og hvað þær virtust boða, en á
hitt hjer, að »Búar« urðu Englendingum engu gegnari enn fyr
eptir það að sendinefndin var kominn heim með sáttmálann
frá Lundúnum. Menn sögðu, að þeir mundu hafa stælzt heldur
upp af Berlinarför forsetans (Páls Krúgers). þeir leituðu á
höfðingja Betchúanlands fyrir vestan Transval, þann sem
Montsjóa heitir, og kúguðu lönd af honum og gerðu hann
sjálfan sjer undirgefinn. þetta var beint á móti sáttmálanum
við Englendinga, en þeir kölluðu höfðingjann eða konunginn
sinn skjólstæðing, þar kom, að Englendingar hótuðu atförum með
her að sunnan, og þá komu auðsveipleg svör frá Krúger, að Trans-
valingar skyldu skila því aptur, sem þeim hefði á skotnazt.
Hvort þetta er efnt vitum vjer ekki, en Englendingar segja, að