Skírnir - 01.01.1885, Síða 56
58
ENGLANI).
allt muni aptur rofið fyr en vari, því »Búar« kunni hvorki orð
nje eiða að halda. Síðar var þvifleygt, að þeir hefðu tengt við
land sitt nokkuð af landi Zúlúkaffa, eptir samkomulagi við son
Cetewayós, sem á nú að hafa tekið þar konungtign. f>ó Eng-
lendingar kalli »Búa« ósiðaða þorpara, og velji þeim mörg
nöfn verri, mælti einn þjóðverjinn svo fyrir minni þjóðveldis
þeirra í fyrra, að hann kallaði það »kastala þjóðmenningarinnar
hið efra í Afríku.« — »Sínum augum lítur hver á silfrið!«
Maóríakonungur á Nýja Sjálandi, Tawkió að nafni, ferðað-
ist i fyrra sumar til Lúndúna og fylgdu honum 4 höfðingjar.
Erindið var að kæra fyrir drottningunni yfirgang hinna kristnu
landnámsmanna, en hennar fundi náðu þeir ekki, en við þeim
tók Derby lávarður, ráðherra nýlendumálanna. þeir sögðu, að
hinir aðkomnu menn hefðu þegar tekið undan þarlendu fólki
allan helming þess lands, sem samningurinn i Waitangi hefði
helgað Maóriakonungi til eignar um aldir (1840). Konungur
krafðist, að hann mætti eiga óbrigðileg ráð á því landi eyjar-
innar, er Maóríar einir byggðu. Derby svaraði heldur á víð-
áttu, að rjett sinn skyldu Maóríar að vísu fá, en minnti þá á,
að þeir mættu ekki hugsa til að stija sjer sjálfum frá hinu kristna
fólki, því viðskiptin við það væri þeim vísasti vegur til farsældar
og framfara. þeir þóttu vera heldur nýstárlegir gestir, og ný-
næmislegar voru þær gjafir, sem þeir sendu drottningunni. það
voru mottur úr nýsjálenzkum hör og hundshári, og vopn úr
hvalbeini.
Dufferin lávarð, sem var erindreki drottningarinnar i Mikla-
garði, hefir hún nú gert að varakonungi á Indlandi. það er
hvorttveggja, að hann er talinn með vitrustu og snarráðustu
mönnum i erindrelcaliði Englendinga og hefir öll vandaumboð
vel og frægilega af hendi leyst, enda er honum hjer mikið
embætti í hendur selt, og ef til vill vandara nú enn það
nokkurn tíma hefir fyr verið. Hjer er fyrst að athuga, að Ind-
verjar eru vaknaðir við sjálfsforræðiskröfum 1 sinum og rjettind-
um, eiga margra harma að minnast, sem fleiri, er lengi hafa
hlotið að lúta annarlegu yfirboði, — já slíku, sem jafnast var
með svip drambs og fyrirlitningar. Hitt n öðru lagi, að Rússar