Skírnir - 01.01.1885, Síða 58
60
ENGLAND.
mannjafnaðartala með þeim Beaconsfield og Gladstone, eða
þá heldur samanburður dags og nætur, þar sem talað var um
stjórnarforstöðu hvors um sig, um sæmd og frama Englands á
stjórnarárum Beaconsfields, um vansa þess og hrakfarir eptir
það að Gladstone settist seinast við stjórnina, og þar sízt af
dregið er minnzt var á frammistöðu hans á Egiptalandi. Svo
hefir fleirum litizt, að Gladstone ætti slyðruorð af sjer að réka,
en sú kann líka raun á að verða, að Tórýmönnum þyki, að
hann hafi gert það.
Bradlaugh, maðurinn trúlausi, skaut aptur máli sínu til
kjósenda sinna (í Northampton) og var endurkjörinn'(í febrúar),
en við sama situr, að honum hefir verið þingeiðs synjað, og
sæti hans er er autt að svo komnu.
Háskólinn í Edínaborg hjelt 300 ára minningarhátíð sína
í fyrra vor, og byrjaði hún 16. apríl og stóð í 4 daga með
mikilli viðhöfn og dýrð, prósessíum og veizluhöldum. Hjer
var mikill íjöldi saman kominn af vísindamönnum frá öllum
löndum og álfum, einvalalið vísindanna, ef svo mætti að orði
kveða, sem títt er við slík tækifæri. Margir voru hjer virðinga-
nöfnum sæmdir (doktóranöfnum), og margir skörunganna frá
útlöndum fluttu þar ræður, sem öllum þótti mikið til koma.
Vjer nefnum prófessórana Virchow og Helmholz frá þýzkalandi,
Pasteur og heimspekinginn Caro frá París, Saffi greifa frá
Bologna — nú prófessor, fyrrum vin og fylgiliða Garibaldi og
Mazzini — auk margra annara. I höfuðræðu sinni talaði
Virchow um sanninda einkenni á visindalegum rannsóknum og
uppgötvunum, og kvað það eina mest virðanda, sem bæri mark
reynslunnar, en gerði litið úr öllum heilasmíðurn og spekúlazíón-
um. Hann talaði með virðingu um Darwin og kenningar hans,
en minnti um leið á þá babelsturna, sem menn hefðu reist á
þeirra grundvelli, og tók sjerlega til dæmis þau hugmynda-
skripi, sem mönnum væru boðin um uppkomu lifsins áf saman-
lostningu frumefna, eða um mannskepnuna í hennar frumaldar-
mynd, og fl. þessh. Heilaspunamenn dýrafræðinnar, sem slepptu
ieiðarvísi reynzlunnar, leiddu sjálfa sig og aðra á villustigu, og
upp á þá mætti heimfæra fyndnistöku Goethes: