Skírnir - 01.01.1885, Qupperneq 59
ENGLAND.
61
Ein Kerl, der spekuliert,
Ist wie ein Thier auf öden Heide,
Vom bösen Geist umhergefiihrt.
(þ. e. heilabrotsmaðurinn er áþekkur dýri, sem illur andi hring-
sólast með á bersvæðis eyðum). Helmholz lagði út af sama
efni þar sem hann talaði um læknisfræðina. Frá yísindafjelag-
inu í Kaupmannahöfn kom J. L. Ussing, og frá háskólanum
Saxtorph. Hinn fyrrnefndi hlaut nafnbótina »doctor juris.«
Menn vitna ekki sjaldan svo til auðlegðar og örbirgðar á
Englandi, að hjer skipti meir í tvö horn enn í öðrum löndum.
Menn tala opt um eymd og örbirgðarvolæði fátæks fólks í
Lundúnum og fleirum stórborgum, en öreiga herinn er undra
mikill í nálega öllum löndum. Margir segja, að yfir mundi
taka, ef menn vissu grannt um almúga ástand á Rússlandi.
Á verkmannafundi í Lundúnum (í desember) gerði þingmaður-
inn Shaw Lefevre svo grein fyrir ástandinu á Englandi og í
Wales, að hjer væru 750 þús. manna, sem fengju bjargarstyrk
af fátækrastjórninni í borgum og hjeruðum, en tala hinna mundi
þó drjúgum stærri, sem fengju ölmusustýrk frá fjelögum og ein-
stökum mönnum. Annars bætti hann því við, að ástandið væri
á batavegi, og að tala öreiga og fátækra manna færi þverrandi
ár af ári. Á fundi í hagfræðafjelaginu í Lundúnum, sem
»Gobden Club« nefnist, leiddi annar maður, Robert Giffin að
nafni, fjelögum sínum fyrir sjónir, að efna- og atvinnu-hagur
verknaðarfólksins á Englandi hefði batnað til muna á síðustu
50 árum. Eptir skýrslu hans og rökum, hafa atvinnutekjur
þess fólks aukist um 70 fyrir hvert hundrað, um leið og flestar
vörur eru nú ódýrari enn fyr, að kjöti undan skildu. það
hefir hækkað í verði um 20 fyrir hvert hundrað. Korn og
fatnaðarvarningur drjúgum læklcað, en sykur mest eða til
þriðjungs af þvi er var fyrir 50 árum Húsaleigan er talsvert
rneiri, og til hennar ganga að jafnaði 5ti partur tekjanna, en
híbýlin hafa líka batnað meir enn að þvi skapi. — Af landi
burt sóttu á 6 mánuðunum fyrstu umliðins árs 129 þúsund
uianna.