Skírnir - 01.01.1885, Side 62
64
ENGLAND.
um unnu Peking, höfuðborg Sínlendinga 1860, en varð þar
«ptir, þegar friðurinn var saminn, og gekk á mála hjá. keisaran-
um. Keisarinn var þá í mestu kröggum staddur, því mörg undir-
lönd hans vóru þá undan honum gengin og á valdi uppreisnar
keisarans, eða Taipingakeisarans, sem brauzt til rlkis á Sín-
landi og vildi reka Mandsjúraættina frá völdum. Taipingar
höfðu versta orð á sjer fyrir rán, grimmd og allskonar klæki,
og því mun Gordon hafa þótt, að þeir væru hins verra hlut-
skiptis maklegir. Hann tók við forustu fyrir þeimher, sem af illu
efni hafði verið tekinn, af allslconar rusulmennum og óþjóðalýð,
þarlendum og frá öðrum löndum og álfum *). þessa pilta tókst
Gordon að dubba svo upp og þjálfa með hörðum aga og
óvægilegu yfirboði, að þeir urðu með hans forustu hernýtir menn
og öruggir til sóknar, og áttu þó opt í krappan dans að kom-
ast. Sagan Segir, að Gordon hafi sigrazt með þesSu liði i 33
bardögum á tveimur árum. Sjálfur var hann þar jafnan, sem
hættast var og hríðirnar harðastar, og hafði sjaldan annað vopna
enn staf sinn i hendi. Hermenninir'hjeldu, að það mundi töfrum
gegna, er kúlurnar hittu hann ekki. Einu sinni var hann þó
svo skoti lostinn að hann fjell við og lemstraðist, og gat ekki
aptur komizt á fætur. En svo var harkan mikil, að hann Ijet
ekki bera sig á burt. en hjelt áfram þar sem hann lá, að skipa
fyrir um sóknina. Stöku sinnum bar hann þó lægra hlut, en
til lykta vann hann á Taipingum að fullu, er borgin Suchow
gafst á vald hans. Hann hafði heitið þeim griðum, er fyrir
uppreisnarliðinu voru, en sárlega gramdist honum, er Li-Hung-
Chang**), aðalforingi keisarahersins, Ijet þá alla drepa.
*) pað Iið höfðu skipað og skapað tveir menn frá bandarikjunum í
Norðurameríku, og hjet annar þeirra Burgevine, óhlutvandur maður og
í meðallagi ræmdur. peir kölluðu það "herinn sigursæla*. þó mart
væri misjafnt sagt og ófrægilegt af afrekum hans.
**) J>að er sá fyrirtaksskörungur Sínlendinga, sem minnzt hefir verið á í
frjettagreinum undanfarandi árganga frá Sínlandi. f>að er jafnan sagt
um Sínlendinga, að heitrof liggi þeim t Ijettu rúrai. Allt um það
urðu þeir Gordon beztu vinir, og báðir hjeldu.vel þá vináttu.