Skírnir - 01.01.1885, Page 65
FRAKKL&ND.
67
aðar til að bæla niður óeirðir i Bassútóalandi og koma þar mál-
um í betri skipan. Landstjórnin vildi þó að eins hlita ráðum
hans að nokkru leyti, og við það vildi hann ekki eira og fór
á burt aptur eptir 10 mánaða dvöl. Hann mun þá hafa hugs-
að til að njóta aptur næðis og hvíldar, eða leika lausum hala,
því þá ferðaðist hann til Jórsalalands, og vitjaði þar margra
staða, sem viðburðir og sagnir ritningarinnar eru við kenndir.
I æfiriti um Gordon eptir frænda hans, sem Hake heitir, er
svo að orði kveðið: »Hann leit hjer allt með skyggnleik hug-
vitsmeistarans, og með eldheitri trú kristins manns, sem les
rúnir helgra áminninga á hverjum steini.« Hann var í Jór-
salaborg, þegar hann fjekk boðin frá Belgiukonungi, sem fyr
er getið. I Bryssel fjekk hann önnur, er þeir Gladstone og
Granville kvöddu hann heim, og komu á hann því síðasta um-
boði, sem hann átti með að fara fyrir hönd enslcu stjórnarinnar,
og varð honum sú forsending, sem síðar reyndist. f>að er
sagt, að þeir hafi setið á tali við Gordon i tvær stundir, og
munu þá hafa greint honum ráð sín og fyrirlög. Að hjer hafi
verið talað um aðskilnað Súdans frá Egiptalandi, má ráða af
svari Gordons , sem Victor Cherbuiliez hermir i ritgjörð um
hann, er vjer höfum helzt haft fyrir oss. Hann á að hafasagt:
»Jeg skal höggva skottið af rakkanum, og fylgja svo öllu fram,
sem fyrir mig hefir verið lagt, hvað sem til skal vinna.«
Frakklan d.
Efniságrip: Inngangshugleiðingar. — Stjórnlaga eða þingskapa ný-
mæli. — Af einveldisflokkum. — Afrek stjórnarinnar; horfið til þýzkalands.
— Viðskiptin við Sínlendinga og málalokin eystra. — Frá hinum nýju
löndum Frakka á Indlandi hinu eystra. — Frá Madagaskar. — Kosning
«1 sveita og bæjarráða; af frelcjuflokkum. — Af landshag og hávaðafundum.
— Frá Korsíku. — Laganýmæli. — Nýtt loptfar. — Mannalát.
5*