Skírnir - 01.01.1885, Síða 66
68
FRAKKLAND.
Sem við mátti búast, hefir þjóðveldi Frakka átt örðugt
uppdráttar og opt verið í sýnni hættu. Sífellt má kalla, að
íjendur þess hafi legið í fyrirsát, einveldisflokkarnir og frekju-
garparnir, og enn verður það að hafa á sjer góðan vara.
Einveldisflokkunum hefir að visu bilað þingfylgi — og nú í
báðum deildum, eptir það að kosningarnar til öldungadeildar-
innar veittu þjóðvaldsmönnum fulla yfirburði (i janúar þ. á.) —
en frekjuflokkarnir eru heldur enn hitt í uppgangi, og það er
á þá að hinir treysta, enda leggja hvorutveggju lið sitt saman
við atkvæðagrezlu stjórninni til meins og hnekkis. Er þá óhófs
eða frekjuflokkunum illa við þjóðveldið? Ekki við það sjálft
eptir eðli og vöxtum hugmyndarinnar, en við fyrirkomulag þess,
sem það er nú. »það er afskræmi þjóðveldis,« segja þeir,
»einveldið í öðrum búningi, frelsið falsandi á allar lundir.«
þessu falsgoði vilja þeir steypa af stalla, og því kenna þeir án
afláts byltingar og umbrot, telja öllum trú um, að úr hafróti
óstjórnarinnar komi ný jörð, þar sem sannarlegt frelsi og full-
sæla nái að blómgast um aldir. »Við vitum hvað upp kemur,«
segja einveldissinnar, »það verður ekki nýnæmið, sem kunn-
ingjar okkar hugsa sjer, en það sem Frakkland þarfnast og
þreyir, einveldið gamla, sem því hefir bezt gefizt.« þjóðveldið
á Frakklandi á sjer enn einn óvin, sem reyndar er kynfylgja
margra þingstjórnarríkja — og þá ekki sizt bandaríkjanna í
Norðurameríku — en það er sú embættagræðgi og óhlutvendni,
sem er vakin hjá þúsundum manna, þegar þeir menn sem em-
bættunum ráða, veita þau jafnast traustavinum sínum, eða í
laun fyrir flokkafylgi. Af þessu stóð líka mesta hætta, sem
nærri má geta, á stjórnardögum Mac Mahons, þegar þeir urðu
einmitt fengsælastir á embættisveiðunum, sem voru svarnir óvinir
þjóðveldisins. A fyrstu árum þess ætluðu fæstir, að það mundi eiga
sjer langan aldur, en það varð samt í haust 14 ára 5. septem-
ber. Svo má kalla, að ferminingarár þess byrjaði, þegar Jules
Ferry tók við forstöðu stjórnarinnar. Eptir það var mesti stað-
festubragur á öllu stjórnarfarinu, og svo stakk i stúf um ráð-
herraskiptin, að þau ein urðu — ef oss minnir rjett — á heil-
um tveimur árum, er tvisvar var skipt um ráðherra hermálanna.