Skírnir - 01.01.1885, Qupperneq 67
FRAKKLAND.
69
Arið sem leið óx traustið á þjóðveldinu, og að sama hófi vantraust
einveldisliða á sjálfumsjer og sínum málstað. Orleaningarhafa látið
lítið á sjer bera, biða með þögn og þolinmæli eptir fyllingu timans,
«em fleiri tignar ættir á vorum timum, en Napóleonsiiðar hafa
deilzt i tvo flokka, við sundurlundi þeirra feðga, Jeróme Napó-
leons og Viktors sonar hans (hins eldra), sem síðar skal getið.
I september kom í blaðið »Journal des Debats« hugleiðingar-
grein um, hvernig á horfðist fyrir þjóðveldiuu, og úr hverjum
vandamálum það ætti að leysa á næsta ári (1885), er bæði
skyldi kjósa til beggja þingdeilda og ríkisforsetann sjálfan.
Höfundur greinarinnar minnnti á, að nú væri ný kynslóð að koma
til sögunnar, imenn sem hefðu eigi verið fyr við stjórnmál
eða löggjöf riðnir, og við mætti búast, að þeir litu öðrum aug-
um á þjóðveldið enn hinir eldri, og vart ynnu þvi af sama hug,
sem þeir, er hafa barizt þvi til sigurs og átt þeim sigri að
hrósa. Að niðurlagi stóð i þeim greinum, að menn þyrftu þó
vart lengur að bera neinn kviðboga fyrir staðgæði þjóð-
veldisins á Frakklaudi, og vildu einhverjir veita því atgöngu,
þá yrðu þeir að vera um hvorttveggja sannfærðir, að annari
rikisskipun megi verða framgengt, og að hún reynist betri og
og affarasælli. Höf. sagði að þeir væru »alblindir, er á slíkt
vildu trúa,« og bað þá muna eptir atreiðunum 1873, þegar
Thiers var rekinn frá stjórninni, og 1877, þegar Mac Mahon
seldi Broglie forstöðu ráðaneytis síns í hendur, og hvernig allt
fór út um þúfur fyrir einveldisflokkunum í bæði skiptin*). En
ógæfan er, að Frökkum hefir orðið það svo opt á, að láta
augun aptur, að ganga í blindni trúar sinnar, þegar þeir —
*) Greinin nefndist, «brjef frá hjeraði*, og var upphafsgrein fleiri síðar
um landstjórnarfar þjóðveldisins. Hjer var að mörgu fundið, t- d. að
sembættahreinsun* og embættaveitingum stjórnarinnar eptir pólitiskum
álitum og flokkastöðu. Einnig var talað um smásmyglis tilhlutun
þingsins og afskipti af umboðsstjórninni, sem gerði hana hvikullegri
og óáreiðanlegri enn fyrrum hefði verið. Allir hefðn augun hvaðan-
æfa, bæði ráðherrar og embættismenn, því þeir væru í fremsta lagi
því dróttinvaldi háðir, sem sá marghöfði hefði helgað sjer, sem hjeti:
• Fulltrúaþing Frakklands.» '