Skírnir - 01.01.1885, Page 68
70
FRAKKLAND,
»studiosi novarum rerum (nýjungaþyrstir)«, sem Sesar kallaði þá,
— ráku á eptir breytingum á ríkisstjórn sinni, og aðrar hug-
leiðingar mundu minnast á svo mart, sem fram hefir komið á
þessari öld, og þá sízt gleyma, hvernig Napóleoni þriðja tókst
að brjótast til valda, og halda þeim í 19 ár. f>ær mundu líka
dvelja nokkuð við fall keisaradæmisins 1870, og hverjar áminn-
ingar það gaf þjóðinni sjálfri. þær mundu sýna henni, á hvert
goð hún hafði trúað, hvernig trúin á hinn nýja Jupíter og örn
hans var traust í blindni meðan allt gekk með óskum, og
örninn sveif hátt upp i heiði frægðarinnar, og hvernig sú trú og
frægðarmóðurinn bilaði, þegar örninn vængbrotnaði á fíuginu til
Berlinar. Frakkar gerðu þá að vísu játning sína, og könnuð-
ust við, að þeir hefðu lálið illa glepjast, og hurfu þá líka að
annari trú. En játningin var ekki nema hálf, er þeir kenndu
keisaranum einum um allar ófarirnar, en drógu íjöður yfir
syndir þjóðarinnar sjálfrar. f>að var þó engu síður ljettúð
hennar og uggleysi, sem þeir tímar áttu að minna hana á,
og þvi kemur mörgum enn sú spurning í hug: »mundi ekki
aptur að þvi koma, að Frakkar henndu þjóðveldinu, stjórnar-
skipun sinni um allt, ef, henni skyldi á móti blása og í raunir
reka, ef her þeirra ætti að bíða nýjan ósigur, nýjan myrkva draga
fyrir sól frægðarinnar?« Auðvitað, að hjer mundi fyrir tekið,
en ógæfan er, að einveldisflokkarnir hafa þó aðra trú, og jafn-
vel fleiri enn þeir sem þá fylla.
Vjer getum nú i stuttu máli þeirra nýjunga, sem varða
þjóðveldið sjálft sjerílagi, eða þess grundvallarlög. f>egar í
byrjun þingsetunnar (um misseraskiptin) boðaði stjórnin, að eitt
af yrkisefnum þingsins mundu verða nýmæli til breytinga á
rikislögunum. f>au voru lögð til umræðu í maímánuði. Af
þeim gerðist mesta þref og þjark á þinginu, og öldungadeild-
inni líkaði það verst, er farið var fram á að takmarka heimildir
hennar gagnvart fjárhagslögunum. Eptir langa rekistefnu var
sú grein felld úr frumvarpinu, og 4. ágúst gengu þingdeildirnar
til samgöngumóts i Versölum. Reyndar varð hávaðinn svo
mikill og rifrildi flokkanna, að um endileysu mátti lengi ugga,
en loks fjellust menn á nýmælin (18. ágúst), aukin og breytt í