Skírnir - 01.01.1885, Page 70
72
FRAKKLAND.
stöðuflokki föður síns i liði keisaravina. Blöðin fleygðu þvi,.
að hinn ungi prins hefði ekki átt neina unaðarvist hjá pápa
sinum. Karl harður, og hafði dregið við þá bræður skotsilfrið.
þau Jeróme og Klóthildur kona hans eru skilin að samvistum,
og elur hún jafnan manninn á ítalíu. Sagt, að hún sendi þeim
sonum sínum opt peninga, en að karl hirði sendingarnar og
færi þeim bræðrum skornum skammti. Hún er trúkona og
rammkaþólsk, en um hann er allt annað sagt, auk þess sem
til lausungarinnar kemur. Annars er Viktor syni þeirra sagan
miðlungi vel borin. í áheyrn föður sins á hann að hafa gert
gys að hans mótstöðumönnum, en haft þó leyndarmök við þá,
þegar hann sá færi til. Einu sinni á hann að hafa setið á
tali við Cassagnac og sagt: »Örninn hans Napóleons á við
gamm aldri neitt skylt!« og þegar faðir hans var tekinn fastur,
sem getið er um í »Skírni« í fyrra, varð honum að orði: »J>að
er ekki meira, enn hann hefir unnið til.« Hann talar í brjef-
um sínum um arfleifð sína frá þeim Nap. lta og Nap. Bja og
að þá eina hljóti hann að hafa sjer til fyrirmyndar. Ovinir
hans segja, að hann hafi byrjað eptirbreytnina á falsi þeirra
og undirferli. þegar þingdeildirnar fóru til Versala, sendi
Jeróme þangað einskonar boðunarávarp, eða áminningarskja'.
Hann talaði þar af »köllunar»anda Napóleonsniðja, lagði sárt við,
að hann væri ekki í þeirra (ríkikisbiðlanna) tölu, sem settu sir.n
rjett skör ofar enn rjett þjóðarinnar, bað lýðveldismenn, Napó-
leonsvini, ærlega þjóðveldismenn og þjóðrækna menn að slíku
að hyggja og slíku að trúa, skoraði á þá að gera enda á lög-
leysuvaldinu frá 1871, en reisa aptur upp drottinvald þjóðar-
innar, og svo frv. Eptir það kom mikil ádeiluruna um allt
ástandið á Frakklandi, en alla mun gruna, hvað hjer var »bótin.
allra meina.« Að vísu var áminningum prinsins litill gaumvr
gefinn, utan af keisarasinnum þingsins, og voru af mörgum í skopi
hafðar, en hitt máttu flestir finna, að Napóleonsfrændur kurma
enn tökin á frönsku þjóðinni, og að mæla að hennar skapi. —
»Skírnir« átti frá því að segja i fyrra, hverjar áminningar Or-
leaningar fengu, er prinsar þeirra voru sviptir forustuembæ!tum
i her Frakka, og siðar kom grein í eitt stjórnarblaðið, serr tók