Skírnir - 01.01.1885, Qupperneq 71
FRAKKLAND.
73
af öll tvímælin, sagði að stjórnin hefði á þeim vakandi augar
ög greifinn af París vissi vel, hvað á eptir kæmi, ef að þeim
bærust böndin um nokkur meinræði gegn þjóðveldinu (þ. e.
að skilja: burtvísun af landi). þeir hafa líka mjög hægt um sig,
en allt um það halda margir, að þeir sje úlfar í sauðaklæðunu
Að minnsta kosti lofa þeir vinum sinum að fara það komast má
ámælalaust. Bocher, einn af skörungmennum í fiokki Orlean-
inga, sagði hreint og beint á samgönguþinginu i sumar, að
ekkert gæti hindrað sig nje vini sína frá því að óska aptur-
komu einveldisins, og hinu ekki heldur að búa sig undir þess
endurreisn.
I miðjum apríl var vígður minnisvarði Gambettu í Cahors
(fæðingarbæ hans), og þar kom Jules Ferry með öllum ráð-
herrunum. Bæði þar og í öðrum borgum, þar sem þeir stað-
næmdust og þágu veizlur, töluðu þeir allir um ástand Frakk-
lands, eða um yms mikilvæg málefni þess, uppfræðingu fólks-
ins, atvinnuhagi og herskipun, en Ferry var þar helzt fyrir
svörum er talað var um afreksverk stjórnarinnar, t. d. mála-
lokin i Túnis, frammistöðuna í Anam og Tonkin, endurskipun
dómanna, og fl Höfuðræðuna um þetta efni hjelt hann í
Perigneux, og leiddi mönnum um leið fyrir sjónir, hvernig
stjórnarafrek á Frakklandi, sem i öðrum löndum, hlytu að vera
komin undir staðgæði stjórnarinnar, þvi væri ávallt verið að
skipta um ráðherra, kæmist ekkert áleiðis, og enginn hefði þá
heldur hug eða þrek til neins. J>eir Ferry höfðu þá verið 15
mánuði við stjórnina. Sjerilagi tók hann það fram i snjöllu
máli, hve áríðandi stöðugleiki stjórnarinnar væri fyrir álit og
sæmd Frakklands í Evrópu, og benti á um leið, að virðing
þess og vegur væri í uppgangi, og rikin bæru nú meira traust
til þess enn fyr. Atburðirnir sýndu síðar, að þetta var ekki
úr lausu lopti gripið. J>að eru þjóðverjar, sem hafa tortryggt
Frakka mest, en fóru þegar að horfa hýrlegar við þeim, þegar
Ferry tók við stjórninni og hjer bar minna á upphleypingum
enn áður, en stefnunni fastara haldið i nýlenduáttina. Frakkar
áttu mörg járn í eldi fyrir utan sín endimerki, í Túnis, á
Madagaslcar, og í Tonkin gagnvart Sínlendingum. þeir hlutu