Skírnir - 01.01.1885, Síða 72
74
FRAKKLAND.
smám saman að verða Elsas og Lothringen meir afhuga,
hefndarhyggjunni á dreif drepið. það var þetta sem grannar
þeirra (Bismarck) ætluðust til, og því hafa þeir jafnan heldur
hlynnt að málstað Frakka, er svo bar undir. Um miðsumars-
leytið kom nýtt liljóð í blöð hvorratveggju, er farið var að
tala um nánara samband og atfylgi með báðum þjóðunum.
Misjafnt var undir þá nýbólu tekið beggja handa, en móti því
mælti enginn, að svo færi bezt, ef verða mætti. Niðurstaðan
í blöðunum — einnig þeim sem stóðu í sambandi við stjórn
hvorra um sig, eða voru henni háð — var, að um samband væri
hjer ekki að ræða, eða bandalag móti öðrum, en um hitt, að
fylgjast að i þeim málum, sem beggja ríkja hagi skipti, eða
svo kaups kaups, sem þarfir og kringumstæður byðu. þetta
kom nokkuð fram á Lundúnafundinum, eða í fjárhagsmáli
Egiptalands, og síðar í gerðinni um Kongólöndin (í Berlín),
sem um er getið i enum fyrra kafla þessa rits. Að svo komnu
bendir allt heldur til sátta og samdráttar með þessum þjóðum
enn nýrrar óvináttu.
Nú skal segja af viðureign Frakka við Sínlendinga i
Tonkin og heimsókn þeirra á Sínlandi sjátfu. Sögunni lauk
þar i fyrra, er þeir höfðu unnið kastalann Bac Ninh (15. marz),
þann 13. april unnu þeir annan kastala við landamæri Sín-
lendinga, er Honghoa heitir, og ráku her þeirra þaðan með
miklu manntjóni. Frakkar höfðu nú þá kastala á'sínu valdi,
sem stjórnin í Peking hafði hótað stríði fyrir, ef sóttir yrðu.
Nú varð nokkuð hlje á viðskiptunum, og á meðan var leitað
til um samningagerð. Með þau erindi fór af Frakka hálfu sá
maður sem Fournier heitir, sjóliðskapteinn, og Sinlendinga vara-
konungurinn í Petsjelí eða Tsjílí, Lí-Hung-Tsjang, sem
»Skirnir« hefir opt minnzt á (sjá líka Englandsþátt 66. bls.).
Með þeim gerðist í Tjentsín sá sáttmáli 11. maí, að Sínlend-
ingar seldu bæði Anam og Tonkin á vald Frakka, og skyldu
kveðja þaðan hersveitir sínar á tiltelcnum fresti (innan 26. júní).
Enn fremur skyldi Frökkum heimilt að reka verzlun við þau
þrjú suðurfylki eða skattlönd Sínlands, sem Hggja að landa-
mærum eða norðurjaðri Tonkins. Hjer þóttust Frakkar eiga