Skírnir - 01.01.1885, Qupperneq 74
76
FRAKKLAND.
flutningana, en höfðu stundum mikinn óskunda af varnarsveit-
um Sínlendinga. f>að fylgdi enn, að flotaforingi Frakka,
Courbet, hjelt upp i Minfljótið að borginni Fútsjú, og eyði-
lagði alla kastalana við fljótsminnið og þau herskip hinna, sem
á ánni lágu. Virkin hafði reist franskur hervjelameistari, og
til þeirra höfðu Siniendingar kostað ógrynni fjár, en aflað beztu
skotvopna frá Evrópu (»fallbissnanna Krúppsku«), svo að 1 fjár-
tjón þeirra hlaut miklu að sæta — sumir segja hundruðum
millíóna (franka) — auk alls mannamissisins. Hið óvenjuleg-
asta við þessi tíðindi, og önnur er síðar gerðust, var, að hvor-
ugir sögðu hinum strið á heridur. Sínlendingar höfðu svo
goldið margfalt meira »afráð«, enn útlátin sem Frakkar kröfð-
ust fyrir friðrofin. Sínlendingar sögðust reyndar ekki vera
um neitt slikt sekir, þvi Fournier hefði sjálfur strykað þá grein
rít i friðarforspjöllunum, sem kvað á um burtkvaðning liðsins
(sinverska) frá Tonkin. En hitt þykir þó sannað, að þeir hafi
sjálfir falsað frumskjalið, sem þeir birtu siðar — eða ljósmynd
af. J>jóðir vorrar álfu hafa látið reynzluna verða sjer að kenn-
ingu, og treysta ekki lengur á orð og eiða Sinlendinga, enn
þeir sjá sjer hag i að halda. jþað er sagt, að kennslubækur
þeirra kenni beinlínis, að beita skuli reíjum og svikum, eigi
síður enn vopnunum, ef við »siðleysingjana« (útlendar þjóðir,
einkum hinar kristnu) sje að skipta. Eptir heimsóknina á
Formósu og á Minfljótinu hurfu þeir allir i ófriðarflokkinn af
stórmenni Sínlendinga, t. d. Kung prins — svaramaður keisar-
ans unga — og Li-Hung-Tsjang, og fl., sem áður höfðu verið
friðinum meðmæltir og ávallt ráðið að eiga öll góð viðskipti
við Evrópuþjóðir, og sættast heldur við Frakka enn þreyta
viðureignina. Bæði á eyjunni og í Tonkin fóru Sinlendingar
enn margar ófarir áður árinu lauk, og stundum töldu Frakkar
þá þúsundum, sem fallið eða særzt höfðu, t. d. við þorp í
Tonkin, er Tsjú heitir í miðjum október. A stöku stöðum
tókst hinum að koma Frökkum eða forvarðasveitum þeirra á
óvart, eða kvía þá frá meginliðinu, og voru þá sízt griðin
gefin, en höfuð höggin af öllum sem óvígir urðu. Af þeim
viðureignum þykir oss ekki þörf nánara að segja, enda varð