Skírnir - 01.01.1885, Side 75
FRAKKLAND.
77
litið til tiðinda siðustu mánuði ársins, og við útgöngu þess
kölluðu Frakkar Tonkin hreinsað að mestu af sveitum Sínlend-
inga. En reynd gaf á, að Sínlendingar voru ekki alfarnir, en
sóttu aptur inn í Tonkin með meiri afla, 20—30 þúsundir
manna í marzmánuði þ. á. og urðu Frökkum allskæðir, þó flest
skeytin til Parísar færðu sigurfregnir. I einni viðureigninni
ijetu Frakkar 463 menn, og komust mjög að lceyptu, er þeir
um það leyti (snemma í marz) stökktu sveitum hinna úr vígi í
námunda við Kelung. Ein sigurfregnin var sú, að Courbet
hafði (í febr. þ. á.) sprengt í sundur tvö herskip Sínlendinga
fyrir utan Pejhó. Af öllum skýrslum frönsku hershöfðingjanna
mátti sjá, að her Sínlendinga varð því erfiðari viðureignar, sem
leikurinn stóð lengur, vopn þeirra og hervjelar frá Evrópu og
Ameríku, og aðferðin í sókn og vörn á Evrópumanna vísu,
enda bárust þær sögur optar enn einu sinni, að fyrirliðar bæði
úr landher og sjóliði Englendinga og þjóðverja hefðu veitt
hermönnum þeirra og foringjum tilsögn í hermenntinni. Stríðið
þar eystra fór að verða mjög óvinsælt á Frakklandi, og Ferry
þurfti að taka á öllu atgeríi sinu og skörungskap til að ná já-
kvæði þingsins til framlaganna, en herinn þar eystra varð að
auka hvað eptir jannað. Hermálaráðherrann, Campenon, skil-
aði líka af sjer ábyrgð og embætti í janúarmán. þ. á., því hann
uggði, að herdeildirnar heima mundu skerðast svo um síðir, ef
til lengdar ljeki, að varnarskipun Frakka raskaðist heima, en
kallaði til of lítils að vinna þar eystra, og fyrir það mætti
Frakkland ekkert eiga í veði í Evrópu. Blöð frekjuflokkanna
hafa frá öndverðu hamazt á móti stjórninni fyrir hernaðinn
eystra, og sagt, að hjer væri sama á bugi og í Túnis, því allt
væri í rauninni svo á stofnað, að ráðherrarnir og vinir þeirra
gætu svalað fjegræðgi sinni og rakað auði saman. Að sumu
leyti var það þessum mönnum fagnaðarfregn, sem kom frá
Tonkin í lok marzmánaðar, en hún var, að hersveitir Frakka
hinar nyrztu, hefðu farið halloka fyrir árásaliði Sínlendinga,
sem rjeðu á þær við bæ, er Dong-Sang heitir. Hershöfðinginn
Négrier hafði orðið óvígur, og látið liðið hörfa aptur til Lang-
son, og frá þeim kastala höfðu Frakkar líka haldið, en látið