Skírnir - 01.01.1885, Side 76
78
FRAKKLAND.
eitthvað um 200 manna. f>að var ekki að eins Parísarlýður-
inn, sem ljet sjer verða bilt við þessi hrakfallaskeyti, en alft
varð á tjá og tundri á þinginu sjálfu. Frekjumenn yzt vinstra
megin æptu að Ferry og spöruðu við hann engin hrakyrði, en
hægri menn og einveldisvinir köllsuðu til hans af forsmánar-
þeli. Hann tók það af, að segja af sjer stjórninni, því honum
voru þeir kostir settir á þinginu, er nýrra fjárframlaga var
beiðst til liðsins í Tonkin og þess fjölgunar. Loksins tók
Brisson við forstöðunni, forseti þingsins, og einn af hinum
harðvitugri í vinstra flokki. Freycinet tók við stjórn utanríkis-
málanna. Hefðu Frakkar haft þol og þreyju til að bíða eptir
nákvæmari skýrslum að austan, og nýjum og óvæntum tíðind-
um, sem þeim voru samferða, þá hefðu þessi umskipti ekki
orðið, og Jules Ferry hefði haldið því ábyrgðarembætti hjá lönd-
um sínum, sem hann hefir farið með Frakklandi til mesta gagns
og sæmda. Seinni sögur báru, áð ósigur Frakka hefði ekki
hlotizt af ofurliði og yfirburðum Sinlendinga, heldur af van-
gæzlu og fumi eins sveitarforingjans, sem bað menn halda
undan, rjett í því að Frakkar höfðu unnið orrustuna hjá Dong-
Sang, og honum óxu þær sveitir í augum, sem freistuðu við-
rjettingar á bardaganum. En við þetta urðu aðrar sveitir
Frakka lausar á stöðvum. Nokkru áður enn þessir atburðir
urðu, hafði Ferry sett mann til að semja um frið við stjórnar-
ráðið i Peking. þar kom, að kostaboð Frakka voru gerð að
friðarforspjöllum, og þau urðu þessi: Sínlendingar kveðja allt
lið sitt á burt frá Tonkin, en Frakkar halda stöðvum sínum á
Formósu unz sáttmálinn er staðfestur. Frakkar sleppa öllum
bótakröfum, en áskilja sjer vildari kosti, hvað viðskipti og
verzlun snertir. — Oss þótti bezt hlýða, að fylgja i þessu
stutta ágripi, ferli viðburðanna til þeirra iykta, er þá virtust
vera fyrir höndum, þegar þetta var skrifað, og ekki minnst
þess vegna, að friðargerðin við Sínlendinga og hinn mikli land-
eigna auki, sem Frakkar öðlast á Indlandi hinu eystra, hlýtur
að verða talið með fremdarverkum Jules Ferrys. Renni aptur
snurða á sættirnar, og svo reynist, að Sínlendingar hafi haft
nýjar refjar i frammi fyrir frests sakir, meðan þeir biðu eptir