Skírnir - 01.01.1885, Qupperneq 77
FRAKKLAND.
79
vopnasendingum eða öðru, þá getur »Skirnir« að ári tekið þar
til sagna, sem hið nýja ráðaneyti Frakka tekur til atgerða í
þeim viðskiptum.
»Keisara« hafa sumir kallað höfðingja Anams, aðrir »kon-
ung«, en aðsetur hans eða höfuðborg landsins er Hué, sem
getið er um í »Skírni« í fyrra. Siðara nafnið má vera honum
nóg, þvi Frakkar hafa gert hann að sínum undirhöfðingja eða
jarli í raun og veru, og engu hærra undir höfði enn jarlinum
(»Beyinum«) i Túnis. Samkvæmt samningi, sem þeir gerðu við
hann i júni, eða knúðu hann til að ganga að, er landið þeirra
skattland, í höfuðborginní býr þeirra erindreki, i kastala hennar
hafa þeir, setulið eða varðlið, og slíka verði er þeim heimilt að
hafa hvar sem þeir kjósa. Fjárhagsstjórn, tollmál, póstmál og
frjettaþræðir — allt þetta er í þeirra hendur komið *). þeir ætlast
til, að Anam, Tonkin og Kokinkina, sje í einu tollsambandi. —
Hjerumbil sömu tökum hafa Frakkar náð á Kamboðsju, konungs-
ríki, sem liggur á milli Kokinkína og Siams (í landsuðurparti
Eystra Indlands). Landið er frjófsamt og liggur vel við verzlun.
Ibúatalan eitthvað á aðra millión. Konungurinn heitir Noro-
dom, og hefir gengið að þeim kostum, að franskir embættis-
menn taki að sjer fjárhag og umboðsstjórn landsins, en áskilið
sjer hjer á móti nægan lífeyri eða hirðeyri. **) þegar menn
líta á uppdrætti landanna á þessum austurvegum, sjá menn, að
Frakkar hafa fært sig vel upp á skaptið, og að það er geysi-
*) Að svo skerðum völdum eða ríki situr nú nýr konungur, þó vjer
vitum ekki nafn hans. Sá hjet Kien Phúoc, sem á undan honum bar
tignarnafnið, og Túdúc sálugi ætlaði ríkið eptir sinn dag, þó það bæri
Hiep Hóa (sjá *Skírni» í fyrra) í hendur. Sá flokkur mandarínanna
varð ofan á, sem hinum fylgdu, og knúðu Hiep Hóa til að dreklca
eitur. Kien Phúoc hefir síðar farið sömu leiðina, og nú nýtur bróðir
hans tignarinnar, hve affarasæl hún á honum svo að verða.
**) Af konungi er sagt, að hann ali vel tignina og dragi sízt við sig í
borðhaldinu. Matsveinar hans hafa mikið að annast, og eiga að búa.
til handa honum þarlenzka, sínlenzka og Evrópumanna rjetti. Hann
er lika neyzlufrekari enn flestir menn aðrir, og þarfnast matar nálega.
á hverri dagstundunni — þrisvar á næturnar. Aðalmáltíðin er eptir