Skírnir - 01.01.1885, Page 79
FRAKKLAND.
81
dæmis að taka: »J>eir (Frakkar) segja, að land feðra vorra sje
ekki vort land, en hafi verið sín eign í langan tíma. {>að
er þessvegna, að vjer eigum að skila þeim eigninni í góðu
standi, annars heimta þeir hana með atförum, kúga hana af
oss, og sjá svo fyrir, að vjer verðum aldri í tölu sjálf-
stæðra þjóða«..............»Til skarar verður að skriða, og
munið eptir, að landið er ekki vort að eins, en forfeðra
vorra. A því lifa konur, sem við elskum, börn sem a1
osserugetin, og sá sem ekki ris upp til varnar, afneitar
þjóð sinni og gengur undir ok hinna frönsku manna.« Siðan
býður hún hverjum manni að taka sjer vopn í hönd og temja
sjer sem kappsamlegast vopnaburð og hermennsku. þá er
eigi hlýða boðinu skuli menn á sinn fund færa, og hún skuli
þá láta þá síeta hegningum fyrir uppreisn og landráð. Sú
saga kom í vetur frá Madagaskar, að nokkrar sveitir af liði
Frakka hefðu orðið að hrökkva aptur, er þær leituðu upp
lengra í landið, fyrir varnarher drottningarinnar. Við má bú-
ast, að Frakkar herði sem fyrst sóknina, þegar þeim verða
eystra hendurnar lausari.
Til borga- og sveita- (eða hreppa-) ráða var kosið á
Frakklandi 4. maí. þau eru 36,097 að tölu, og til þeirra
kosnir alls 429,000 manna. þann dag og undirbúningsdagana
á undan var mikið um fundasveim og hávaða, en mest í höfuð-
borginni sjálfri. 1 París var borgarráðið að meiri hluta þeim
mönnum skipað, sem vilja gera það ráð', eða stjórn borgar-
innar — og allra borga eða sveita — rikisstjórninni sem óháð-
ust, eða sjálfstæð með öllu, og halda því enn á sömu kröfum,
sem byltingamenninir fylgdu fram um vorið 1871. þeim mönn-
um fjölgaði enn við lcosningarnar til ráðsins í París, en á ná-
lega öllum öðrum stöðum, og að öllu samtöldu, sigruðu hófs-
menn við þær kosningar. — 18. marz, minningardag uppreisn-
arstjórnarinnar 1871, hugðu byltingamenn sjer til hreifings, sem
að vanda, en allt lenti í fundagjálfri og samdrykkjum, enda var
löggæzlulið borgarinnar alstaðar á verði og þar þegar til taks,
sem róstulega var látið.
Við það er opt komið, að fjárhagur Frakklands sje stór-
Skírnir 1885. 6