Skírnir - 01.01.1885, Síða 80
82
FRAKKLAND.
um þungbærri, enn fyr hefir verið — og ver fyr honum staðið,
segja óvinir þjóðveldisins. Til varnarvirkjanna og annara
mikilla mannvirkja innanríkis, og svo til leiðangra og hernaðar
eða landvinninga í öðrum álfum, hefir mikið orðið fram að
leggja, og mikið orðið í súginn að ganga, en þær þjóðir sem
slíkt hafa fyrir stafni, þykjast ganga að því vakandi, að það
borgi sig margfalt þegar stundir líða. Hitt er Frökkum ekki
eins dæmi, að atvinnuhag fólksins, einkum verknaðarlýðsins
hefir lakrað til muna á síðustu tímum, og að hjer horfist ekki
á til bráðra umbóta, því þetta á sjer nú stað i öllum löndum
vorrar álfu og víða í vesturheimi, t. d. í Norðurameriku. Hag-
fræðingar finna til þess ástands ymsar rætur, það meðal ann-
ars, að meira sje til búið og framleiðt, enn þörfum og nauð-
synjum sæti, en einn af þeim fræðimönnum Frakka — Poul
Leroy Beaulieu — hefir fært það til, hvað Frakkland snertir,
að tollarnir eða hækkun þeirra hafi gert öll föng og nauð-
synjar dýrari, og slikt komi þyngst niður á verknaðarlýðnum.
Um þetta urðu stundum stríðar deilur með flokkum þingsins, og
í fyrra vor sett nefnd til að rannsaka allt atvinnuástandið, þó oss
sje ekki kunnugt um, hvað hún hefir fundið til úrræða. þegar
vetraði var mikið um fundi og hávaðalæti meðal verkmanna,
og Parísarforsprakkarnir eggjuðu þar fólkið að veita ríkisbubb-
unum atgöngu og ræna þar matvælum og öðru, sem fyrir væri.
það er höfuðráð þeirra manna! Mest kvað að þeim róstu-
látum 23. nóvember (sunnudag), en þegar riðlarnir óxu, lcom
herliðið og dreifði þyrpingunum. — það var mesta verkafall hjá
Frökkum umliðið ár, sem námamenn gerðu í Anzin í vor leið.
Hjer gengu 32 þúsuudir manna frá verkum, er þeim var neitað
um meira kaup, en vinnan aukin. Eigendur námanna sögðust
taka minna i aðra hönd en fyr, því kolanámarnir væru langt
um torunnari enn áður. Verkmenn sendu menn á fund Grévys
forseta, en hann sagði, að stjórnin gæti ekki að öðru leyti til
hlutazt, enn að miðla málum. Svo mun og hafa verið gert,
áður námamenn gengu aptur til starfa sinna, þó fyrir litið kæmi,
ef oss minnir rjett.
Á Korsíku er fólkið af itölsku kyni og mál eyjabúa er