Skírnir - 01.01.1885, Qupperneq 81
FRAKKLAND.
83
italska. Af þeim hefir jafnan það orð farið, að þeir ættu bágt
með að semja sig við góða siði og þegnskap, en vígaferli,
hefndamorð og stigamennska lægi þar i landi, engu síður enn
þar sem verstar sögur hafa af gengið á Italíu eða Sardiníu
(eyjunni fyrir sunnan). Af þessu má betur skilja, að svo margir
menn kölluðu Napóleon lta »ræningjann frá Korsíku.« f>að er
sagt, að enn sje þar ekki færri enn 500 stigamanna, sem bjarg-
ast svo á hendur sínar, sem þeim mönnum er titt, Að allri
jarðyrkju og uppskeru vinna verkmenn frá meginlandinu á 6
mánuðum ársins, og af því kaupafólki koma 12,000 manna frá
Lucca til eyjarinnar. Eyjarskeggjar eru ákafir fylgismenn póli-
tiskra flokka, hingað til flestir í liði keisarasinna, og hafa biss-
una eða pistóluna með sjer til funda og þinga. Ajaccio er
höfuðbærinn, en Bastia einn af hinum minni. ■ Eptir kosningar
til bæjarráðsins átti hjer að dæma 8 morðsmál. Eitt frakkn-
eskt blað hermdi þetta og fleira annað eptir brjefi frá Korsíku,
og þar stóð, að flestir bændur, sem höndlaðir yrðu af löggæzlu-
mönnum eða yrðu sektum að sæta fyrir einhver afbrot, mættu
ávallt við hefndum búast, t. d. kúluskoti úr þeim runni, sem
þeir gengju ugglausir framhjá. Málafærslumenn ættu hjer
ávallt mikið að starfa, en hefðu ekki alltjend mikið upp úr
málsvörnunum. það væri stundum allt og sumt, að sá sem
sloppið hefði tæki í höndina á sakvarnarmanni sínum og ségði:
»Jæja nú þekkirðu mig, lagsmaður, og ef þú vilt eiga mig að
með hólkinn minn, þá geturðu gert mjer bendingu.u
Merkilegustu laganýmæli, sem náðu fram að ganga á þingi
Frakka umliðið ár, voru lögin, sem leyfa hjónaskilnað. Skilnað
leyfði lögbók Napóleons lta, en var úr lögum numinn 1816, og
það var þetta lögboð, sem nú var lýst úr gildi. Oldunga-
deildin gerði mesta mótstöðu gegn nýmæiunum, og var Jules
Simon þar í broddi fylkingar og dró eklci af afli mælsku
sinnar. Aðalrök hans voru, að því fastari og óbrigðilegri hjú-
skapurinn hefði orðið, þvi traustari verndarborg hefði hann
orðið konunni og hennar kjörum. Við sakramentishelgi hjú-
skaparins var minna komið, þvi allir vissu hvað kirkjan hafði
6*