Skírnir - 01.01.1885, Qupperneq 83
FRAKKLAND.
85
mgaflokki, og átti æfilangt sæti í öldungadeildinni. Eptir hann
liggja yms sögurit, sum stór og mikils metin (t. d. nHistoire de
la politique extérieure du gouvernement frangais de 1830—48« —
Stjórnarsaga utanríkismálanna o. s. frv.). Hann varð 75 ára
gamall.
italía.
Landnám ítala við Rauðahaf. — Af páfa. — Mannslát.
Oss liggur við að segja, að höfuðtíðindin sje þar sögð frá
Italíu, er getið var um í fyrra kafia þessa rits, hver morðengill
kólera varð þar í sumar leið. Höfuðskörungarnir við stjórnina
eru hinir sömu og í fyrra, Depretis í forstöðusessi, og Mancini
fyrir utanrikismálum. í flestum málum hafa þeir mikið at-
kvæðafylgi á þinginu, en stundum er þeim borið á brýn, að
Italia hafi haft minni hag, enn margir bjuggust við, af sam-
bandinu við Austurríki og þýzkaland, eða að þessi ríki hafi
ekki viljað leggja þar neitt til, sem Italir vildu kveðjast rjettar
sins við Miðjarðarhaf og njóta þar jafnstæðis við aðra (Frakka)-
ltalir hafa ekki getað gleymt, hnernig þeir hlutu að lúta í lægra
haldi, þegar Frakkar náðu Túnis á sitt vald, og vilja því sæta
hverju færi sem gefst til að rjetta hlut sinn. f>eir hafa sifelt
góðan augastað á Tripólis, og blási þangað byrlega, verða
þeir ekki seinir til að draga upp seglin. f>eir þykjast engu
ver til arfs komnir eptir Tyrkjann enn aðrir, og þeim þykir
illa ekið úr hinu forna fari, þegar Rómverjar rjeðu öllu Mið-
jarðarhafi og öll Norðurafrika laut þeirra valdi. Að sinni kosta
þeir mjög kapps um að ná eignarstöðvum á Súdan austanverðu
við Rauðahaf. f>eir hafa sezt í tvo hafnarbæi á vesturströnd-
inni, Assab og Massóvah, og helga sjer að byrjun landið á
milli þeirra meðfram hafinu. Á því er enginn efi, að þetta er